Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið talsmaður Vók-stefnunnar og stutt innleiðingu hennar á mörgum sviðum eins og félagar hennar í Demókrataflokknum. Þetta hefur leitt til deilna og togstreitu innan samfélagsins þar sem stefnan er farin að takmarka tjáningarfrelsi og ýta undir félagslega og pólitíska skautun. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsmálunum en þar var Bjarni Hauksson samfélagsrýnir gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Stefnt að einni alheimsstjórn
Í Evrópu hefur vók-stefnan einnig rutt sér til rúms. Í mörgum löndum hefur þetta leitt til breytinga á löggjöf og stefnu ríkisins í málefnum innflytjenda og fjölbreytileika en jafnframt hefur hún skapað áhyggjur um að ríkisvaldið taki of mikið vald í sínar hendur og að sjálfstæði ríkja minnki. Þá feli vók-stefnan í sér þvingun um að samfélagið verði þannig fært í átt að einni „alheimsstjórn“ sem stjórni með sameiginlegum alþjóðlegum reglum.
Vók-stefnan gengur of nærri fullveldi þjóða
Þá kom fram að vók-stefnan breyti samfélögum þannig að þau verði viðkvæmari fyrir stjórnvaldi og áhrifum ytri afla. Í mörgum löndum Evrópu, þar á meðal Íslandi, hafi stjórnmálamenn tekið þessa stefnu upp án þess að velta nægilega fyrir sér áhrifum hennar til lengri tíma. Bjarni telur að hætta sé á að ríki missi sitt fullveldi með samþykki stefnumála sem ganga út á að aðlaga löggjöf og samfélagsgerð að alþjóðlegum viðmiðum, frekar en að standa vörð um eigin sjálfstæði.
Áhrif á stjórnmál og samfélagsgerð á alþjóðavettvangi
Það er ljóst að vók-stefnan hefur áhrif á stjórnmál og samfélagsgerð á alþjóðavettvangi og mun halda áfram að vera umdeild á næstu árum, þar sem skautun samfélagsins eykst og átök um framtíðarskipan ríkja verða sífellt harðari.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan