Site icon Útvarp Saga

Heimsmálin: Yfirvöld Svíþjóðar fella krókódílatár yfir nýjasta fórnarlambi glæpastríðsins í Svíþjóð – Adriana var 12 ára gömul þegar hún var myrt

Yfirvöld Svíþjóðar fella krókódílatár í fjölmiðlum vegna dráps glæpamanna á 12 ára saklausri stúlku sem lenti í kúlnahríðinni. Fjölmiðlar eru fullir af fréttum um ódæðið, – en morðið á Adríönu, 12 ára gamalli stúlku, dóttur pólskrar móður í suður Stokkhólmi er langt í frá að vera það fyrsta né það síðasta á saklausum vegfarandum í Svíþjóð.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum kom það meðal annars fram að ”No go” svæðum er stjórnað af glæpamönnum og enn á ný þarf lögreglan að endurtaka sama boðskapinn eins og biluð grammófónplata: „Við ráðum ekki við þetta, við þurfum á hjálp að halda.”


Aðgerðin ”Hrímfrost” fækkaði skotárásum í Malmö tímabundið um allt að helming og sprengjuárásum um þriðjung en það dugir skammt þegar skotárásum og morðum fjölgar samanlagt í Svíþjóð á sama tíma. Það var samanbitinn og uppgefinn yfirmaður aðgerðarsviðs ríkislögreglunnar NOA, Stefan Hector, sem sagði í sjónvarpinu í gærkvöldi að 

„hefðum við fengið þá 10 þúsund lögreglumenn sem við viljum fá, þá gætum við notað meiri kraft á fleiri stöðum. Þá gætum við náð tölunum niður.”

Þetta er þriðja helgin í röð með skotárásum í Botkyrka í suður Stokkhólmi. en frá áramótum hafa verið yfir 163 skotárásir í Svíþjóð. Glæpasérfræðingurinn Mikael Rying líkir ástandinu í Svíþjóð við villta vestrið enda hefur tala látinna tífaldast frá aldamótum.


Morðið á Adríönu hefur rifið upp tilfinningaflóð í Svíþjóð og hafa fjölmiðlar verið harðlega gagnrýndir fyrir að minnka eða hylma yfir ábyrgð morðingjanna. Sögðu sumir miðlar að morðið á Adríönu hafi verið mistök því ”glæpamennirnir hafi ekki ætlað að drepa Adríönu heldur tvo glæpamenn í skotheldum vestum fyrir utan MacDonalds” rétt eins og um slys sé að ræða og eðlilegt að glæpamenn keyri um á bílum og skjóti úr hríðskotabyssu á fólk. Fólk hefur hraunað yfir sænska ríkissjónvarpið fyrir að segja að „Adriana var á vitlausum stað á vitlausum tíma” eins og að það sé hennar sök að hafa verið drepin, hér nokkur athugasemdardæmi:


„Nei, saklaus manneskja í frjálsu landi getur aldrei verið á vitlausum stað á vitlausum tíma. Ábyrgðin er alfarið á herðum ódæðismannanna”
„Já, hún var svo sannarlega á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hún var í Svíþjóð.”


„Hvernig getið þið haft svona fyrirsögn? Þið sýnið enn á ný að markmið ykkar er að láta þetta líta út sem eðlilegan hlut með svona orðalagi” segir annar.
Svíþjóðademókratar tístu: „Stúlkan var stödd í Svíþjóð Stefan Löfvens.”

Til að sjá morðið á Adríönu í samhengi við almenna ástandið kemur hér ófullkominn listi yfir innanlandsátökin í Svíþjóð síðasta mánuðinn. Hér er aðeins um toppinn á ísjakanum að ræða en afbrot eru orðin svo tíð að heila fréttadeild þarf til að fylgjast með þeim öllum. Hér eru einungis talin upp helstu skot- og sprengjuárásir, ekki nauðganir, rán, misþyrmingar, öll hnífaslagsmál eða slagsmál milli hópa með kylfum osfrv:

1. júlí 

3. júlí 

4. júlí 

5. júlí 

7. júlí 

15. júlí

16. júlí 

20. júlí 

21. júlí 

24. júlí 

25. júlí 

28. júlí 

29. júlí 

30. júlí 

31. júlí 

1. ágúst

2. ágúst 

3. ágúst

4. ágúst

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/file/viðtal-gústaf-skúlason-04.08.20.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla