Heimssýn íhugar að fara með orkupakkamálið fyrir dómstóla verði málið samþykkt á Alþingi

Haraldur Ólafsson.

Heimssýn mun íhuga að fara með orkupakkamálið fyrir dómstóla verði pakkinn samþykktur af Alþingi líkt og gert hefur verið í Noregi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Haraldur segir að sá tími sem gefinn er til umsagnar þingsályktunartillögu um orkupakkamálið of skammur til þess að hægt verði að bregðast við svo neinu nemi „þetta eru þrír dagar sem gefnir eru og það sér það hver maður að þetta er sett svona upp vegna þess að það á enginn að geta gert athugasemdir við málið, svo einfalt er það, þrjátíu dagar hefði meira segja verið líklega of skammur tími einnig„,segir Haraldur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila