Helmingur kvenna þorir ekki að fara út á kvöldin í Örebro í Svíþjóð

Að sögn sænska útvarpsins sem vitnar Í nýja skýrslu sænsku Folkhälsomyndigheten kemur fram, að um helmingur kvenna eða 47% í borginni Örebro þorir ekki að fara úr húsi þegar skyggja tekur. Útvarp Saga hefur upplýst um versnandi kjör sænskra kvenna undanfarin ár en Svíþjóð hefur þá skammarlega stöðu að vera næst versta ríki heims hvað snertir kærðar nauðganir. Ástandið í Örebro versnaði um 6% á síðasta ári og fer stöðugt versnandi. Konur þora ekki að fara út á kvöldin af ótta við árásir, nauðganir, rán og  kynáreitni. Borgarhverfið Vivalla í Örebro er eitt af verstu s.k. sérstöku (no-go) svæðum í Svíþjóð og stöðugar fréttir berast um gróf afbrot, skotárásir, morð, íkveikjur, rán, hótanir, árásir á slökkviliðsmenn, lögreglu, sjúkraliða og bréfbera o.s.frv.

Minnst hrædder eru konur í Jämtland-Härjedalen í Svíþjóð en fjórða hver þeirra eða 26% þora ekki að fara út einar á kvöldin. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila