Helmingur rafmagnsverðs í Svíþjóð vegna lokunar Ringhals-kjarnorkuversins

Myndin sýnir kjarnorkuverið í Ringhals (mynd Wikipedia).

Ef kjarnkljúfarnir í kjarnorkuveri Svíþjóðar, Ringhals 1 og 2, væru enn í rekstri hefði rafmagnsverð í Suður-Svíþjóð verið helmingi lægra en það er í dag. Þetta segir orkufræðingurinn Markus Wråke í viðtali við sænska sjónvarpið SVT.

Markus Wråke er forstjóri rannsóknarfyrirtækisins Energiforsk sem vinnur fyrir orkufyrirtækin. Hann útskýrði í viðtali í sænska sjónvarpið SVT í þættinum 30 mínútur s.l. fimmtudag, að það væri ákvörðun stjórnmálamanna um að láta loka kjarnakljúfum í Ringhals, sem hafi tvöfaldað raforkuverðið í Svíþjóð. Ríkisstjórn sósíaldemókrata og umhverfissinna ákváðu að loka kjarnorkukljúfunum fyrir græn umskipti orkunnar yfir í vindmyllur og sólpanel.

Svíar hefðu þannig geta sloppið við helming hins háa raforkuverðs í dag, ef kjarnakljúfarnir væru enn í gangi. Síðasta haust gaf Energiforsk út skýrslu sem sýndi nákvæmlega fram á þetta og sú niðurstaða er enn í gildi að sögn Wråke:

„Rannsóknin sem við gerðum bendir til þess, að ef kjarnakljúfunum hefði verið haldið gangandi – ásamt öllu skal tekið fram, – þá hefði verðið líklega verið 30-50% lægra í Suður-Svíþjóð. Og það er líklega sú stærðargráða sem við myndum tala um, jafnvel þótt við endurtökum þessa rannsókn núna“ segir hann við SVT.

Deila