Hélstu að ballið væri búið? – Það er bara rétt að byrja – núna kemur XBB-veiran!

Á föstudag tilkynnti Smitsjúkdómavararstofnun Bandaríkjanna „Centers for Disease Control and Prevention“ CDC, að verið væri að fylgjast með nýju COVID-19 afbrigði sem kallast „XBB“ sem stendur fyrir áætlaðri 3,1% allra nýrra sýkinga í Bandaríkjunum samkvæmt Yahoo News.

Í október sögðu heilbrigðisfulltrúar í Bandaríkjunum að þeir væru að fylgjast með nýjum covid-stofni sem sagt er vera „bóluefnaþolnasta veiran nokkru sinni“ eftir að hafa valdið nýju smiti í Singapúr.

Ný smit kórónuveirunnar í Singapúr hafa verið rakin til XBB „raðbrigða“ af Omicron undirafbrigðum BA.2.10.1 og BA.2.75. Samkvæmt Verywell Health:

„Bráðabirgðarannsóknir benda til þess að Omicron undirafbrigðið XBB gæti haft meiri smithættu og verið ónæmari fyrir mótefnum frá örvunarbóluefnaskömmtum og mótefnalyfjum en áður og því nauðsyn á fleiri rannsóknum.“

Telja ekki að XBB sé sama ógn og Omicron

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá CDC hefur XBB afbrigðið dreift sér mest í norðausturhluta Bandaríkjanna. Eru rúmlega 5% sýkinga á svæði sem spannar frá New Jersey til Maine tengdar XBB.

Yahoo News greindi frá:

Fyrr í mánuðinum birti CDC upplýsingar, sem benda til þess að XBB-afbrigðið gæti hugsanlega tvöfaldast á um það bil 12 daga fresti. Það gæti verið hraðar fjölgun en núverandi BQ.1 og BQ.1.1 afbrigði, sem herja á Bandaríkin. Æðstu embættismenn og sérfræðingar Biden-stjórnarinnar telja ekki, að XBB muni skapa ógn í sama mæli og þegar Omicron afbrigðið kom fyrst fram fyrir ári síðan. Ian Williams hjá CDC sagði á fundi um neyðarviðbrögð og viðbúnað CDC fyrr í þessum mánuði:

„Þar sem við höfum séð aukningu, þá hefur hún að mestu verið knúið áfram af árstíðabundnum sveiflum. Fólk er meira innandyra og eyðir tíma hvert með öðru. Aukningin hefur ekki verið sérstaklega knúin áfram vegna tilkomu nýs afbrigðis.“

Miklar áhyggjur af nýju afbrigði og að allt byrji upp á nýtt

XBB er eitt af mörgum nýjum afbrigðum sem hafa tekið við af BA.4 og BA.5 afbrigðum Omicron sem orsökuðu smitbylgjur í sumar. Núna segir CDC, að BA.5 hafi fallið niður í minna en 1 af hverjum 5 nýjum sýkingum á landsvísu og BA.4 sé nú nánast horfið. Álagið kemur á þeim tíma, þegar flest svæði sjá minnkun á sjúkrahúsþörfum vegna COVID-19.

Um það bil 3 af hverjum 4 Bandaríkjamönnum búa á svæðum, sem eru talin eru á „lægsta“ COVID-19 samfélagsstigi, með minnstu varúðarráðstöfunum sem stofnunin mælir með samkvæmt tölum sem stofnunin birti á föstudag. William bætti við:

„Það eru hins vegar miklar áhyggjur af því, að nýtt afbrigði geti komið fram og allt byrji aftur upp á nýtt. Svo það fer mikil vinna í að einbeita sér að því að tryggja að við séum undirbúin og hugsum um það og séum þess vegna tilbúin ef smit kemur aftur upp um allan heim.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila