„Hér var framkvæmt hálfgert valdarán og það heppnaðist“

Vígdís 23Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar gagnrýnir framgöngu mótmælenda í mótmælum Jæja hópsins sem fram fóru á Austurvelli í kjölfar birtingar Panamaskjalanna svokölluðu. Vigdís sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segir að um ólýðræðislegan gjörning hafi verið að ræða og í raun sé um að ræða hálfgert valdarán „ er það lýðæðislegt að það sé hægt að koma niður á Austuvöll og hrekja réttkjörin stjórnvöld frá völdum?, það var nú misheppnað valdarán í Tyrklandi, nýyfirstaðið og teljum við okkur nú vera meira lýræðisríki heldur en nokkurn tíma Tyrkland, hér var framkvæmt hálfgert valdarán og það heppnaðist en í Tyrklandi var valdarán sem misheppnaðist, er það bara nóg að það sé hægt að mæta bara á Austurvöll og hrekja réttkjörin stjórnvöld frá völdum sem hafa svo stóran meirihluta?„,spyr Vigdís.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila