Hergagnaframleiðendur hagnast mest á stíðsástandi

Stjórnvöld hér á landi og víða um veröld hlaupa á eftir fyrirskipunum NATO og hergagnaframleiðendum um að leggja til fjármuni og oft á tíðum gífurlegar upphæðir til hernaðar í Úkraínu því það þjónar hagsmunum þeirra og fjármálaaflanna. Við erum auðvitað með aðild að NATO og því bundin af ákvörunum þeirra en það hefði jafnvel verið hægt að leggja meiri áherslu á sérstöðu og fámenni Íslands og vera meira fjarri þessu ástandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Arnþrúður bendir á að það sé vilji hergagnaframleiðenda sem einnig séu fjármagnseigendur að keypt séu sem mest af vopnum svo þeir hagnist sem mest og þær þjóðir sem standa fremst í víglínunni séu því nauðbeygð til þess að taka lán. Það sé fjármagnseigendum mjög að skapi því þá kemst hreyfing á fjármagnið. Það veldur svo því að vextir hækka og því vilji þessir hagsmunaaðilar viðhalda stríðum í heiminum.

Lega landsins er framlag Íslands til NATO

Pétur segir að það sé engin ástæða til þess að Ísland sé að taka þátt í slíku og bendir á að lönd eins og Sviss láti ekki hafa sig út í slíkt. Þá segir Pétur að lega landsins sé það framlag sem Íslandi var ætlað að leggja til NATO og ekki hafi staðið til að annað væri lagt fram síst af öllu að ausa peningum til stríðsreksturs. Arnþrúður bendir á að lega landsins geti einnig verið varasöm og þjóðinni hættuleg og það sé sú staða sem sé uppi nú.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila