Hilmar og Inga: Betra að kæra borgina strax til lögreglu eða fara í einkamál

Það er mun betra að fólk sem lendir í svikum af hálfu borgarinnar kæri slíkt strax til lögreglu eða fara í einkamál í stað þess að leita kæruleiða innan borgarkerfisins enda sé samtryggingin þar innan dyra slík að það virkar ekki fyrir hinna almenna borgara að reyna þær leiðir. Þetta segja Inga Lóa Guðjónsdóttir og Hilmar Páll Jóhannesson eigendur Loftkastalans en þau voru gestir í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum greindu þau frá því að þau höfðu keypt tvö hús í landi Gufuness auk samliggjandi 1800 fermetra lóðar en borgin skipti svo lóðinni í tvennt eftir kaupin og gerði ráð fyrir að hún yrði hækkuð um 60 sentimetra. Þetta varð þess valdandi að lóðin varð ónothæf fyrir starfsemi Loftkastalans og þá hófst þrautaganga Ingibjargar og Hilmars fyrir alvöru.

Búið að reyna að fá úrlausn hjá borginni á sjötta ár án árangurs

Þau hafa nú í hátt á sjötta ár reynt að fá borgina til að gangast við mistökum sínum en hafa ekki haft erindi sem erfiði og hafa í raun reynt að fara allar kæruleiðir innan borgarkerfisins sem hægt er að fara auk þess sem þau hafa boðið borginni að ganga að samkomulagi. Þrátt fyrir það hefur ekkert gengið né rekið í málinu og segja þau að þau viti um fólk sem hafi svipaða sögu af samskiptum sínum við borgaryfirvöld að segja.

Mikil samtrygging innan borgarkerfisins og fólk gefst upp á þessum óheiðarleika

Í þættinum kom fram að eftir á að hyggja hefði verið best að kæra málið strax til lögreglu eða höfða einkamál í stað þess að fara leiðirnar innan borgarkerfisins enda sé þar mikil samtrygging. Þau ráðleggja því fólki að fara aðrar leiðir þurfi það að fá úrlausn sinna mála hjá borginni enda þýði ekkert að ræða við þá aðila sem eru innan borgarkerfisins því þar séu allir hluti af þessari samtryggingu.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila