Hlutverk forseta og stjórnsýslan

Í þættinum Stjórnsýsla og neytendamál ræddi Kristján Örn Elíasson við Arngrím Pálmason fyrrverandi sölumann um hlutverk forseta Íslands og þau völd sem hann hefur innan stjórnsýslunnar.

Í þættinum var meðal annars rætt um lagabókstafi sem almennt er talið að forseti eigi ekki eða geti ekki nýtt sér og í því samhengi var meðal annars fjallað um málsskotsrétt forseta sem lengi var talinn vera dauður lagabókstafur allt þar til þáverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að nota hann í tengslum við Icesave málið.

Arngrímur segir að það sé hans persónulega skoðun að forsetinn geti nýtt þá lagabókstafi sem embættinu tengist þetta sé bara spurningin um að forsetinn taki af skarið og nýti sér lagabókstafina.

„Hann hlýtur til dæmis að bera ábyrgð á að ráða og reka ráðherra en hann hefur ekki framkvæmt neina breytingu nema að því leyti að hann breytti ráðherraskipan í vor að beiðni Bjarna Benediktssonar, þannig var Jón Gunnarsson sem var vinsæll í starfi látinn víkja fyrir öðrum eintaklingi af því það var búið að gera einnhverja samninga þar um, þannig það er farið að braska með ráðherrastólanna,“segir Arngrímur.

Hlusta má nánar á þáttinn og umræðuna um hlutverk forseta og stjórnsýslu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila