Hnífaárásin á Skúlagötu: Málið rannsakað sem morðmál- fjölmörg úrlausnarefni eftir

Rannsókninni á hnífaárásinni þar sem sautján ára piltur stakk þrjá einstaklinga með þeim afleiðingum að 17 ára stúlka lést miðar vel, en þó eru fjölmörg atriði sem enn á eftir að fara yfir. Rannsóknin sé nú orðin að manndrápsrannsókn. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Rannsakað sem morðmál

Grímur segir að lögregla hafi nokkuð skýra sýn á það sem átti sér stað og hvernig atburðarrásin hafi verið. Lögreglan hafi að undanförnu safnað hinum ýmsu sönnunargögnum sem kunni að varpa ljósi á málið sem og rætt við þá sem urðu vitni árásinni sem og öðrum sem tengist málinu. Hann segir að tíma taki að ganga úr skugga um að allar upplýsingar sem lögreglan hafi undir höndum séu réttar og þá eigi enn eftir að taka ákvörðun um refsiábyrgð í málinu. Aðspurður segir Grímur að málið sé rannsakað sem morðmál.

Margvíslegar sögusagnir í gangi

Aðpurður um hvort hann hafi eitthvað að segja um þær sögusagnir sem hafi farið í kreik í kringum málið segir Grímur og leggur áherslu á að sögusagnir hafi ekki áhrif á þá sem rannsaki málið. Þeirra hlutverk sé eingöngu að vinna með þau gögn sem liggi fyrir. Það sé þó svo að einhver úti í samfélaginu kunni að hafa vitneskju um málið sem gæti gagnast lögreglu, það sé aldrei hægt að útiloka slíkt.

Hlusta má á Ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila