Site icon Útvarp Saga

Hótun Evrópusambandsins til Elon Musk: „Fuglinn flýgur eftir reglum okkar“

„Fuglinn flýgur eftir reglum okkar.“ Þessi áminning til Elon Musk frá kommissjóner ESB, Thierry Breton, kemur eftir að Musk keypti Twitter að lokum. Breton hefur áður hótað að loka Twitter innan alls Evrópusambandsins ef Twitter innleiðir tjáningarfrelsi. Þegar ljóst varð í dag, að Twitter-kaupin gengu í gegn, tísti Elon Musk: „Búið að frelsa fuglinn.

Kommisjóner Thierry Breton notar Google og Youtube við ritskoðun ESB á „haturs- og stríðsáróðri“

ESB hótar að banna Twitter í öllum aðildarríkjum ef Musk leyfir tjáningarfrelsi á miðlinum

Musk hefur áður sagt, að hann ætli að koma á tjáningarfrelsi á samfélagsmiðlinum og leyfa notendum sem Twitter ritskoðaði áður vegna stjórnmálaskoðana að snúa aftur á Twitter.

En kommisjóner Thierry Breton, sem ber ábyrgð á innri markaði ESB, er á annarri skoðun. Hinn 67 ára gamli vinstri embættismaður tísti í svari til Elon Musk:

„Fuglinn flýgur samkvæmt reglum okkar.“

Breton vísar til DSA, það er laga ESB um stafræna þjónustu, sem miða að því að takmarka tjáningarfrelsi á netinu til að berjast gegn stjórnmálaskoðunum, sem ESB skilgreinir sem „hatur.“

Síðasta vor, þegar áform Elon Musk um að kaupa Twitter voru gerð opinber, þá hótaði Thierry Breton að loka Twitter í öllum sambandsríkjum Evrópusambandsins ef Twitter tæki upp á því að leyfa tjáningarfrelsi á miðlinum. Þá sagði Breton:

„Við sektum þá með 6 % af veltunni og ef þeir halda áfram, þá bönnum við þeim að starfa í Evrópu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla