Hryðjuverkasamtökin ISIS hóta því að taka Jimmie Åkesson formann Svíþjóðardemókrata af lífi dragi hann sig ekki út úr kosningabaráttunni í Svíþjóð fyrir vikulok. Þetta kemur fram í bréfi frá samtökunum sem þau sendu frá sér fyrr í vikunni.
Þetta var meðal annars sem kom fram í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum „Heimsfréttir“ á Útvarpi Sögu nú rétt eftir hádegi í dag. En þátturinn er hluti af nýrri áherslu stöðvarinnar að færa hlutlausar fregnir af erlendum vettvangi.
Gústaf segir að í bréfinu sem skrifað var á arabísku hafi því verið hótað að Jimmie yrði hálshöggvinn verði hann ekki við þeirri skipun að draga sig í hlé, auk þess sem því er hótað að myrða fjögurra ára son hans ef hryðjuverkamennirnir nái ekki til hans sjálfs. Eins og kunnugt er verður kosið í Svíþjóð næstkomandi sunnudag en Svíþjóðardemókratar hafa aukið fylgi sitt verulega samkvæmt könnunum og því er spennan fyrir kosningarnar orðin afar mikil.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.