Húðfegrun gefur fimm góð ráð um hvernig sé best að hugsa um húðina í haust

Snyrtistofan Húðfegrun hefur tekið saman fimm góð ráð hvernig best sé að hugsa um húðina þegar hausta tekur. Eftir sumarið getur húðin tekið breytingum þar sem aukið sólarljós getur leitt til nokkurra húðvandmála. Það eru því margir sem leita til Húðfegrunar á þessum tíma árs og því upplagt að fara yfir þau ráð sem þaulreyndir starfsmenn Húðfegrunar hefur tekið saman og sjá má ráðin hér að neðan.

1. Endurnýjaðu húðina Fremst í flokki húðmeðferða sem endurnýja húðina er Erbium YAG Laser meðferð. Við bendum einnig á Augnlyftingu, fyrir þá sem finnst þeir þreytulegir í kringum augun. Meðferðirnar vinni djúpt niður í húðlögin þar sem þær örvi framleiðslu á kollageni og elastíni sem skili sér í þéttari og stinnari húð og grynnri hrukkum.
2. Auktu ljóma húðarinnarHyaluronic Booster er sannkölluð Hyaluronic bomba fyrir húðina. Þetta er fljótvirk meðferð til að auka ljóma húðarinnar en einstök efnasamsetningin stuðlar að heilbrigðari, þéttari og stinnari húð ásamt því að grynnka hrukkur og fínar línur. 
3. Bættu áferð húðarinnarHúðslípun er sívinsæl meðal þeirra sem vilja bæta áferð húðarinnar og gefa henni frísklegt yfirbragð. Þessi áhrifaríka meðferð er besta slípun sem völ er á, auk þess sem hún jafnar húðtón, dregur úr ásýnd svitahola og gerir húðina mýkri og sléttari DermaClear er einnig frábær meðferð fyrir þá sem vilja frísklega og ljómandi heilbrigða húð. Hún veitir milda slípun, öfluga hreinsun og góðan raka og virkni. Meðferðin hjálpar ysta lagi húðarinnar að endurnýja sig og skilar góðum árangri.
4. Nærðu húðina að innan og utanHjúkrunarfræðingar Húðfegrunar mæla með að drekka nóg af vatni til að auka heilbrigði húðarinnar. Einnig er mælt með góðri næringu og bætiefnum eins og C-vítamíni og zinki sem eru mikilvæg heilsu húðarinnar. Ásamt því er gott að taka inn E- vítamín, A-vítamín og Astaxanthin því þau vernda húðina fyrir UV geislum sólarinnar. 
5. Persónuleg ráðgjöf fyrir þína húðVið hjá Húðfegrun bjóðum persónulega ráðgjöf og nákvæmt mat á ástandi húðarinnar. Sérfræðingar okkar eru þjálfaðir í að meta hvaða meðferðir henta þér og þinni húð.

Nánari upplýsingar um allar meðferðir Húðfegrunar má finna inná: www.hudfegrun.is

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli 09:00 – 17:00 í síma 533-1320

Einnig er hægt að bóka tíma inná www.hudfegrun.is  og með MindBody appinu, en þar er opið alla daga, allan sólarhringin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila