Hugmyndafræði rétttrúnaðarins og dagskrá 2030 eru bein ógn við afkomu mannkyns

Ítalski erkibiskupinn Vigano talaði á stofnþingi Alþjóðahreyfingar Rússavina (MIR)

Vigano erkibiskup flutti ræðu nýlega, í myndbandstengingu, á stofnráðstefnu alþjóðlegu Rússavinahreyfingarinnar. Áhersla hans var baráttan gegn glóbalismanum, sem raunverulega – sameinar Donald Trump forseta og Vladimír Pútín forseta. Hugmyndafræði rétttrúnaðarins og Dagskrá 2030 eru bein ógn við afkomu mannkyns: við tökum þennan slag með heiðri og vitandi þess, að við erum undir verndarhönd Guðs.

Vigano erkibiskup segir meðal annars í skilaboðum sínum (hér birtast hlutar ræðu hans í lausri þýðingu á íslensku en skilaboðin má lesa í heild sinni á ensku sjá pdf neðar á síðunni):

„Kæru vinir, það færir mér einstaka gleði að geta ávarpað ykkur í stuttu erindi vegna stofnunar Alþjóða hreyfingar Rússavina. Stefnuskrá þessa sambands byrja á orði, sem sýnist hafa horfið úr orðaforða Vesturlanda: vinátta. Í þetta sinn er það vinátta við rússneska fólkið, sem svo margir í heiminum hafa og vinátta Rússa til annars fólks, í anda bróðurkærleika sem á uppruna sinn í skoðun okkar sjálfra sem börn hins eilífa föður og sem bræður og systur herra vors Jesús Krists.“


Rússneska sambandsríkið er síðasta vígi siðmenningarinnar

„Við erum ekki hissa, að eftir að hafa afkristnað hinn vestræna heim, þá telur þessi elíta Rússland vera óvin sem þurfi að yfirbuga. Rússneska sambandsríkið stendur óneitanlega sem síðasta vígi siðmenningarinnar gegn þessari villimennsku og safnar öllum þeim þjóðum í kringum sig sem ekki ætla að beygja sig undir landnám Nató, Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og öllum þeim fjölda stofnana sem hafa heilaþvott fjöldans að markmiði, ígrip í upplýsingar, sköpun „litríkra vora“ til að grafa undan lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum og breiða út upplausnarástand, styrjaldir og eymd sem instrumentum regni. Hinn nýlegi heimsfaraldursfarsi – sem framinn var með glæpsamlegum aðferðum, sem ég hef ekki hikað við að fordæma síðan í ársbyrjun 2020 – hefur verið fylgt eftir með nýju neyðarástandi – þar á meðal Úkraínukreppunni – sem er vísvitandi framkölluð með það að markmiði að eyðileggja félags- og efnahagsmál þjóða, eyða jarðarbúum og safna allri stjórn í höndum ólígarka sem enginn hefur kosið og hafa framið raunverulegt valdarán á heimsvísu, sem fyrr eða síðar verður að standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir heiminum.“


Kenningasmiðir valdaránsins hafa nöfn eins og George Soros, Klaus Schwab og Bill Gates

„Kenningasmiðir þessa valdaráns hafa nöfn og andlit, byrja má á þeim George Soros, Klaus Schwab og Bill Gates. Þeir sem í dag lýsa því yfir, að Rússland sé óvinur en líta á Evrópubúa, Bandaríkjamenn, Ástrala og Kanadamenn sem óvini og meðhöndla þá sem slíka með ofsóknum og útbreiðslu fátæktar. Á meðan sendiherrar World Economic Forum í vestrænum ríkisstjórnum geta sett lög gegn hagsmunum eigin ríkisborgara og haldið heimsleiðtogum í hnefa sér, þá hafa árangursrík stjórnarskipti í öðrum þjóðum stöðvast við landamæri Rússlands. Á hinn bóginn voru kosningasvikin 2020 í Bandaríkjunum einnig óhjákvæmileg til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Donalds Trump forseta, rétt eins og djúpríkinu og djúpkirkjunni tókst árið 2013 að fá Benedikt páfa XVI til að segja af sér og kjósa einstakling sem þóknast nýju heimsreglunni, jesúítann Jorge Mario Bergoglio.“


Við þurfum heimsbandalag gegn glóbalismanum

„Við þurfum bandalag gegn glóbalismanum sem skilar íbúunum aftur því valdi sem hefur verið tekið frá þeim og fullveldinu til þjóða sem hefur verið eytt og afsalað til áhrifavaldsins í Davos.“


Lestu skilaboð Vigano erkibiskups í heild á ensku hér að neðan:

Deila