Hugmyndir forsvarsmanna Kirkjugarða Reykjavíkur um að taka krossinn úr merki Kikrjugarða Reykjavíkur og hætta að nota orðið kirkjugarður og fjallað var um í frétt á vef RÚV hafa vægast sagt fallið í grýttan jarðveg, en hugmyndirnar eru þegar að hluta til komnar til framkvæmda.
Málið hefur mikið verið rætt bæði í Símatíma Útvarps Sögu í morgun sem og á samfélagsmiðlum og segist fólk ekkert skilja í slíkum hugmyndum og eru nánast allir þeir sem tjá sig um þær eru mótfallnir breytingunni.
Í frétt RÚV um málið er rætt við Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur þar sem hann greindi frá þessum hugmyndum og segir að ástæðan sé sú að kirkjugarðar eigi að vera fyrir alla en ekki aðeins kristið fólk og því sé ekki rétt að nota áfram orðið kirkjugarður. Þá segir Ingvar að krossinn í merki Kirkjugörðum Reykjavíkur endurspegli ekki hin nýju gildi og því hafi hann þegar verið fjarlægður úr merkjum Kirkjugörðum Reykjavíkur og þar hefur laufblað verið sett í stað krossins.
Ingvar segir að aðdragandi breytinganna megi rekja til stefnumótunarvinnu Kirkjugarða Reykjavíkur og þar hafi verið fjallað um þessar hugmyndir. Niðurstaðan hafi verið sú að nú sé búið að breyta merkinu en enn sé haldið í orðið kirkjugarður um sinn.