„Hunter Biden ásakaður um að hafa framið sjö eða átta mjög alvarlega glæpi“

James Comer fulltrúi repúblikana í eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings hélt blaðamannafund í gær og kynnti umfangsmikla glæpastarfsemi Hunter Biden og Bidenfeðga. Kom fram í máli hans, að Joe Biden hefði logið um viðskipti sonarins. Allur blaðamannafundurinn er á myndbandi neðar á síðunni (mynd skjáskot rumble).

Repúblikanar hefja rannsóknir á meintum glæpum Biden-fjölskyldunnar

Repúblikanar í fulltrúadeildinni tilkynntu á fimmtudag að þeir myndu rannsaka glæpi Biden-feðganna. James Comer frá eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings leiddi blaðamannafund um málið og sagði m.a.:

„Við gefum út skýrslu í dag, sem lýsir því sem við höfum afhjúpað. Við erum líka að senda embættismönnum Biden-stjórnarinnar og fjölskyldumeðlimum Biden bréf, þar sem við endurnýjum beiðni okkar um frjálsa afhendingu á skjölum, sem tengjast þessari rannsókn. Þetta er rannsókn á Joe Biden. Og hvers vegna hann laug að bandarísku þjóðinni um vitneskju og þátttöku í alþjóðlegum viðskiptum fjölskyldunnar.“

Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa rannsakað glæpi Biden-fjölskyldunnar a.m.k. aftur til 2020. Repúblikanar tóku völdin í fulltrúardeild Bandaríkjaþings í miðkjörtímakosningunum og hefja núna baráttu fyrir því að afhjúpa eina spilltustu glæpafjölskyldu í sögu Bandaríkjanna. Joe Biden sagði blaðamönnum í vikunni, að rannsókn á fjölskyldu sinni væri „næstum því gamanleikur.“

Því miður fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta, þá voru fjölskylduglæpirnir allir vel skráðir á fartölvu sonar hans Hunter, sem hann skildi eftir í viðgerð. Og allur heimurinn veit það núna. James Comer sagði Spicer og Co:

„Ég held að boðskapurinn, sem við komum með á blaðamannafundinum í dag hafi verið sá, að Hunter Biden er glæpamaður. Joe Biden vissi af því. Joe Biden sagði frá blaðamannafundi Hvíta hússins í síðustu viku, að hann væri viss um að sonur hans væri saklaus. Saklaus af hverju? Sonur hans er sekur um sjö eða átta mjög alvarlega glæpi.“

Afbrotin sem Hunter Biden er ásakaður um að hafa framið:

  • Samsæri eða svik gegn Bandaríkjunum
  • Fals á stafrænum gögnum
  • Brot á lögum um skráningu erlendra umboðsmanna
  • Brot gegn lögum um spillingu erlendis
  • Brot gegn H.R. 3244
  • Skattsvik
  • Peningaþvottur
  • Samsæri um að fremja peningaþvott

Hér að neðan má sjá myndband af kynningunni á blaðamannafundinum og þar fyrir neðan viðtal við James Comer.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila