Húsfyllir á opnum fundi Höllu Tómasdóttur á Akureyri

Á þriðja hundrað manns mættu á opinn fund Höllu Tómasdóttur í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Akureyringar og fólk úr nærliggjandi bæjarfélögum tóku spjallið við Höllu á sólríkum degi.

Halla svaraði spurningum um forsetaembættið og ræddi lykiláherslur framboðsins. Í lok fundar tók Örn Viðar Birgisson söngvari lagið „Ég er kominn heim“ við góðar undirtektir.

Fylgi Höllu Tómasdóttur hefur þrefaldast samkvæmt síðustu könnun og mikil stemning var á fundinum í dag eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila