Gæti tekið tíu til tuttugu ár að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík

Hólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Íbúðafélags Suðurnesja

Það tekur líklega tíu til tuttugu ár fyrir húsnæðismarkaðinn í Reykjavík að komast í jafnvægi og á meðan ójafnvægi ríkir eru engar forsendur fyrir hagnaðardrifin leigufélög að byggja upp íbúðir á svæðinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hólmsteins A. Brekkan Framkvæmdastjóra Íbúðafélags Suðurnesja í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Hólmsteinn segir að sá vandi sem skapast hefur í húsnæðismálum í borginni skrifist alfarið á borgaryfirvöld

verktakar fá lóðirnar og eru svo að braska með lóðirnar sín á milli sem veldur auðvitað hækkunum á lóðaverði og ég sé ekki fram á að ástandið verði betra fyrr en eftir tíu til tuttugu ár„,segir Hólmsteinn.

Eins og kunnugt er hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ tekið vel í hugmyndir Íbúðafélags Suðurnesja um að reisa íbúðir í bænum á vegum félagsins og er Hólmsteinn bjartsýnn á framhaldið

ég er bjartsýnn á að við getum farið að byrja að byggja fljótlega, þetta gekk hægt að koma þessu af stað en við erum á góðri siglingu núna„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila