
Töluverðar umræður eru um upphæðir talna sem ríkið, það er að segja við skattgreiðendur, leggjum út fyrir þeim kostnaði sem hlýst af því að taka á móti hælisleitendum, flóttamönnum og farandfólki. Íslendingar sem og flestir aðrir Vesturlandabúar bæði skynja og skilja erfiðleika fólks sem á fótum sínum fjör að launa frá hvínandi byssukúlum og kúgun. Svíar sem hafa verið einna örlátastir allra Norðurlandaþjóða að taka á móti innflytjendum hafa athugað málið í ýmsum rannsóknum og skýrslugerðum. Hér er sagt frá þeirri nýjustu, sem Svíþjóðardemókratar gáfu út.
Fyrir kosningarnar gáfu Svíþjóðardemókratar út skýrslu um kostnað vegna innflytjenda, sem er samantekt og uppfærsla á nokkrum viðurkenndum rannsóknum á svæðinu. Sýnir skýrslan að sænskir skattgreiðendur neyðast til að greiða um 130 milljarða sænskra króna samsvarandi 1 800 milljörðum íslenskra króna á hverju ári til að halda óvenjumiklum fólksinnflutningum til Svíþjóðar gangandi. Þeir peningar hefðu annars farið til dæmis í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, skóla, varnarmál, innviði m.fl.
Skýrslan ber heitið „Fólksinnflutningur og fjármál hins opinbera 15 árum síðar“ byggir aðallega á þremur áður viðurkenndum rannsóknum: „Fólksinnflutningur og fjármál hins opinbera“ eftir Jan Ekberg, „Kostnaður við innflutning flóttamanna og fjármál hins opinbera“ eftir Joakim Ruist og „Tími til aðlögunar – skýrsla ESO um bakgrunn flóttamanna og komu á vinnumarkaðinn“ og skýrslu Lina Aldén og Mats Hammarstedt „Hvernig hefur flóttamannaflutningur áhrif á opinber fjármál.“
Rannsóknirnar voru vegnar saman. Tölur um innflytjendur sem vísa til allt á milli 5-15 ár aftur í tímann, eru uppfærðar til núverandi verðlags. Á sumum stöðum hefur kostnaði fyrir komuárið verið bætt við, þar sem vantaði svo komuárið sé með í dæminu þegar meðalárskostnaður er reiknaður.
Nettókostnaður síðustu ára samsvarar 2,58% af árlegri landsframleiðslu Svíþjóðar
Niðurstaðan er sú, að nettókostnaður (þ.e. kostnaður þegar búið er að draga af hugsanlegan skatt, sem innflytjendur leggja til) vegna hælisinnflytjenda og tengdra fjölskylduinnflutninga á tímabilinu 2007-2021 var 1.712 milljarðar sænskra króna, þ.e. að meðaltali 114 milljarðar sænskra króna á ári, sem samsvarar 2,38% af landsframleiðslu Svíþjóðar árlega.
Sósíaldemókratar hafa haldið því fram eftir hrun hælismóttökunnar árið 2015 að dregið hafi úr innflytjendum til Svíþjóðar í það sem kallað er „lágmarksstig ESB.. Tölfræði sænsku innflytjendastofnunarinnar sýnir hins vegar, að á árunum eftir 2015 hefur fólksinnflutningur til Svíþjóðar verið hámarki eða um 100.000 dvalarleyfi á ári. Árið 2022 lítur út fyrir að verða metár í innflutningi flóttamanna og farandfólks.
Að fólksinnflutningar hafa aukist frekar en minnkað og kostnaðurinn einnig er staðfest í skýrslu þar sem árlegur meðalkostnaður fyrir tímabilið 2014-2021 er hærri eða 131 milljarður sænskra króna á ári og heildarupphæð tímabilsins 1.051 milljarður sænskra króna, sem svarar til 2,58% af landsframleiðslu að meðaltali.
Skýrslan tekur ekki fyrir umfangsmikinn kostnað er tengist sumum hælisleitendum, sem koma til að fremja glæpi, mynda glæpahringi og skapa öryggisleysi í samfélaginu í ofbeldis- og eignaglæpum, þannig að heildarkostnaðurinn fyrir Svíþjóð er mun hærri en tölurnar að ofan gefa til kynna. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér að neðan: