Hvað kostar fólksinnflutningurinn eiginlega mikla peninga?

Töluverðar umræður eru um upphæðir talna sem ríkið, það er að segja við skattgreiðendur, leggjum út fyrir þeim kostnaði sem hlýst af því að taka á móti hælisleitendum, flóttamönnum og farandfólki. Íslendingar sem og flestir aðrir Vesturlandabúar bæði skynja og skilja erfiðleika fólks sem á fótum sínum fjör að launa frá hvínandi byssukúlum og kúgun. Svíar sem hafa verið einna örlátastir allra Norðurlandaþjóða að taka á móti innflytjendum hafa athugað málið í ýmsum rannsóknum og skýrslugerðum. Hér er sagt frá þeirri nýjustu, sem Svíþjóðardemókratar gáfu út.

Fyrir kosningarnar gáfu Svíþjóðardemókratar út skýrslu um kostnað vegna innflytjenda, sem er samantekt og uppfærsla á nokkrum viðurkenndum rannsóknum á svæðinu. Sýnir skýrslan að sænskir ​​skattgreiðendur neyðast til að greiða um 130 milljarða sænskra króna samsvarandi 1 800 milljörðum íslenskra króna á hverju ári til að halda óvenjumiklum fólksinnflutningum til Svíþjóðar gangandi. Þeir peningar hefðu annars farið til dæmis í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, skóla, varnarmál, innviði m.fl.

Skýrslan ber heitið „Fólksinnflutningur og fjármál hins opinbera 15 árum síðar“ byggir aðallega á þremur áður viðurkenndum rannsóknum: „Fólksinnflutningur og fjármál hins opinbera“ eftir Jan Ekberg, „Kostnaður við innflutning flóttamanna og fjármál hins opinbera“ eftir Joakim Ruist og „Tími til aðlögunar – skýrsla ESO um bakgrunn flóttamanna og komu á vinnumarkaðinn“ og skýrslu Lina Aldén og Mats Hammarstedt „Hvernig hefur flóttamannaflutningur áhrif á opinber fjármál.“

Rannsóknirnar voru vegnar saman. Tölur um innflytjendur sem vísa til allt á milli 5-15 ár aftur í tímann, eru uppfærðar til núverandi verðlags. Á sumum stöðum hefur kostnaði fyrir komuárið verið bætt við, þar sem vantaði svo komuárið sé með í dæminu þegar meðalárskostnaður er reiknaður.

Nettókostnaður síðustu ára samsvarar 2,58% af árlegri landsframleiðslu Svíþjóðar

Niðurstaðan er sú, að nettókostnaður (þ.e. kostnaður þegar búið er að draga af hugsanlegan skatt, sem innflytjendur leggja til) vegna hælisinnflytjenda og tengdra fjölskylduinnflutninga á tímabilinu 2007-2021 var 1.712 milljarðar sænskra króna, þ.e. að meðaltali 114 milljarðar sænskra króna á ári, sem samsvarar 2,38% af landsframleiðslu Svíþjóðar árlega.

Sósíaldemókratar hafa haldið því fram eftir hrun hælismóttökunnar árið 2015 að dregið hafi úr innflytjendum til Svíþjóðar í það sem kallað er „lágmarksstig ESB.. Tölfræði sænsku innflytjendastofnunarinnar sýnir hins vegar, að á árunum eftir 2015 hefur fólksinnflutningur til Svíþjóðar verið hámarki eða um 100.000 dvalarleyfi á ári. Árið 2022 lítur út fyrir að verða metár í innflutningi flóttamanna og farandfólks.

Að fólksinnflutningar hafa aukist frekar en minnkað og kostnaðurinn einnig er staðfest í skýrslu þar sem árlegur meðalkostnaður fyrir tímabilið 2014-2021 er hærri eða 131 milljarður sænskra króna á ári og heildarupphæð tímabilsins 1.051 milljarður sænskra króna, sem svarar til 2,58% af landsframleiðslu að meðaltali.

Skýrslan tekur ekki fyrir umfangsmikinn kostnað er tengist sumum hælisleitendum, sem koma til að fremja glæpi, mynda glæpahringi og skapa öryggisleysi í samfélaginu í ofbeldis- og eignaglæpum, þannig að heildarkostnaðurinn fyrir Svíþjóð er mun hærri en tölurnar að ofan gefa til kynna. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila