Site icon Útvarp Saga

Hver gaf lögreglunni fyrirmæli um að opna dyr þingsins og hleypa mótmælendum inn? – Lögreglan í Washington neitaði aðstoð Þjóðvarðliðsins og FBI

Á myndbandinu fyrir neðan sjást lögreglumenn opna dyr þinghússins og hleypa mótmælendum inn í þingsali.

Árásin á þinghúsið hefur eðlilega vakið mikla eftirtekt út um allan heim og Demókratar og CNN krefjast að Trump verði dreginn fyrir dóm fyrir að „hafa hvatt til árásarinnar.“ Demókratar ganga nú svo langt í hatursæsingi gagnvart Trump Bandaríkjaforseta að Nancy Pelosi hafði samband við æðsta yfirmann hersins í skyni að fá herinn til að grípa inn í málin og gera forsetann valdalausan eða a.m.k. að taka af honum kjarnorkuvopnakóðana til að koma í veg fyrir að „bilaður forseti“ varpi kjarnorkusprengjum á eigin þjóð!

Lögreglan opnaði dyrnar og hleypti fólki inn í þinghúsið

Mikið er rætt á félagsmiðlum um uppþotið og hvernig það gekk til, þegar mótmælendur fóru inn í þinghúsið. Á myndbandinu ofan sést hvernig lögregla þingsins opnar og hleypir inn stórum hóp mótmælenda. Mótmælendur hika í byrjun að fara inn í bygginguna og einn þeirra telur að opnun hurðarinnar sé gildra: „Þeir munu læsa okkur inni“ heyrist hann segja á myndskeiðinu. En lögreglan neitar því og segir það er bara fyrir ykkur að halda áfram. „Ég er ekki sammála þessu en ég virði það“ segir einn lögrelgumannanna, þegar þeir fara inn í bygginguna.

Engin opinber skýring hefur fengist á því, hvað er að gerast á myndbandinu en Reuters sagði frá því í gær að ríkissaksóknarinn í Washington muni kæra þá lögreglumenn sem hleyptu mótmælendum inn í bygginguna.

Lögreglan í Washington neitaði að þiggja aðstoð Þjóðvarðliðsins þremur dögum fyrir uppþotið

Lögreglan í Washington neitaði boði um aðstoð Þjóðvarðliðsins dögum fyrir 6.janúar og neitaði einnig aftur aðstoð frá ríkinu, þegar mótmælendur streymdu inn í þinghúsið á meðan sameiginlegur fundur þingdeilda var haldinn og telja átti atkvæði kjörmanna. Pentagon spurði lögregluyfirvöld í Washington þremur dögum fyrir 6. janúar, hvort þeir þyrftu á aðstoð Þjóðvarðliðsins að halda en því boði var hafnað af lögreglunni í Washington að sögn Associated Press.

Lögreglan í Washington neitaði aðstoð FBI eftir að uppþotið hófst

Þegar fólk var tekið að streyma inn í þinghúsið tóku forystumenn dómsmálaráðuneytisins samband við lögregluna í Washington og buðu þeim aðstoð alríkislögreglunnar FBI. En enn á ný neituðu lögregluyfirvöld Washington borgar að fá aðstoð alríkisins. Þrátt fyrir yfirgnæfandi viðvaranir og boð um aðstoð ríkisins afþökkuðu lögregluyfirvöld í Washington allri slíkri aðstoð. Þeir voru því aðeins undirbúnir fyrir friðsöm mótmæli.

Verða að fá formlega beiðni til að geta sent alríkisaðstoð

Ryan McCarthy varnarmálaráðherra segir að sögn The Epoch Times að augljóst sé, að lögregla höfuðborgarinnar hafi ekki haft nægjanlegan viðbúnað. Segir hann engan undirbúning hafa verið fyrirfram, hvernig bregðast ætti við ástandinu færi það úr böndunum í Washington vegna þess að aðstoð Varnarmálaráðuneytisins var hafnað. „Þeir verða að biðja okkur, beiðni verður að koma til okkar“ sagði McCarthy.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla