Hvernig á Evrópa að komast af næsta vetur? ESB-ríkin fara yfir í kolaorku, þegar Rússland lokar fyrir gasið

Næsti vetur gæti orðið mjög erfiður fyrir Evrópu. Rússar hafa þegar lokað stórum hluta af gasbirgðum sínum. Fleiri lönd tilkynna, að þau muni byrja að brenna kolum á ný (myndTripodStories-AB CC 4.0).

Þýskaland ræsir kolaverin vegna skorts á gasi

Í Þýskalandi „hefur fólk þegar áhyggjur“ af því, hvernig landinu reiði af á við komandi vetri, segir í frétt Swedish Yle, eftir að Rússar lokuðu fyrir 60 % af gasbirgðum sínum í gegnum Nord Stream 1.

Rússneska Gazprom kennir tæknilegum vandamálum um og að þýska Siemens hafi ekki sent nauðsynlega varahluti vegna refsiaðgerða gegn Rússum.

En sumir telja, að Rússland sé vísvitandi að valda truflunum af pólitískum ástæðum. Þeir vilja sýna, hvað bíður Evrópu ef eki verður fallið frá refsiaðgerðunum.

Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmaður SÞ segir Rússa hafa mikinn húmor og að Nord Stream 1 virki raunverulega ekki . Hann segir í viðtali:

„Þannig að við verðum því miður að loka Nord Stream 1. Okkur finnst hún ekki vera að virka. Okkur vantar varahluti frá Siemens. Ó nei. Þetta var ekki gott. En Nord Stream 2 virkar. Ef við setjum í gang, þá getum við afhent gas eins og venjulega.“

Rússneskt gas er mjög mikilvægt fyrir þýskan iðnað en það er einnig notað í gasorkuverum til að framleiða rafmagn. En nú á að loka þessum verum.

Holland afléttir öllum hömlum gagnvart kolanotkun

Að sögn efnahags- og loftslagsráðherra Þýskalands, Robert Habeck mun Þýskaland í staðinn byrja að brenna meira af kolum til að geta tryggt orkuframboðið. Á sama tíma er Þýskaland að reyna að finna nýja birgja til að hafa nóg gas fyrir veturinn. Í landinu er stöðugt talað um að spara þurfi gas, skrifar Svenska Yle. Habeck segir í útvarpsviðtali við ZDF, að sögn Yle:

„Maður verður að gera sér grein fyrir því, að Pútín forseti er nú smám saman að draga úr gasbirgðum til Evrópu vegna ástandsins.“

Samkvæmt TT skrifar þýska fjármálaráðuneytið í yfirlýsingu:

„Til að draga úr gasnotkun verður að minnka gasnotkun við framleiðslu rafmagns. Í staðinn verður að nota kolaorkuver í ríkara mæli.“

Holland og Austurríki hafa einnig tilkynnt, að þau muni brenna kolum til að geta mætt orkuþörfinni. Samkvæmt France 24 mun Holland „aflétta öllum hömlum“ á jarðefnaeldsneytisvirkjunum fram að 2024

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila