Hvíta húsið tísti lyginni að það væri Biden að þakka, að ellilífeyrir hækkaði – Twitter setti Bandaríkjastjórn í skammarkrókinn

Hvíta húsið fjarlægði færsluna

Hvíta húsið hefur eytt færslu af Twitter eftir að staðreyndaskoðun Twitters leiddi í ljós að færslan var fölsk. Í tísti sínu fullyrtu bandarísk stjórnvöld, að bandarískir lífeyrisþegar fái nú mestu hækkun á útborgunum sínum í 10 ár – þökk sé „forystu Joe Biden.“

Twitter hefur skapað nýjan möguleika, sem gerir notendum kleift að athuga staðreyndir og bæta við athugasemdum við áberandi færslur. Ef nógu mörgum finnst athugasemdin góð, þá mun hún fylgja viðkomandi færslu. Þetta gerðist með tíst Hvíta hússins og í viðhengdri athugasemd kemur fram, að ellilífeyrisþegar fái í raun meiri peninga vegna þess kerfis sem komið var á 1972 og tengist verðbólgu með hækkandi útborgunum en ekki vegna Joe Biden. Það er þess vegna verðbólgan en ekki Joe Biden sem er orsök hækkandi ellilífeyrisgreiðslna.

Alvöru staðreyndakönnun í stað heilaþvottar

Hvíta húsið ákvað að fjarlægja tístið, þar sem lygar þess fengu ekki að vistast staðfestar á Twitter.

Margir notendur Twitter tala um það, að Twitter virðist hafa raunverulega staðreyndakönnun ólíkt öðrum svo kölluðum „staðreyndakönnunum“ sem venjulega eru framkvæmdar af blaðamönnum til að festa í sessi vinstri-rétttrúnað. „Velkominn á Twitter Elon Musk“ skrifar frjálshyggjumaðurinn Spike Cohen. Musk svaraði: „Þetta virkar!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila