Íbúðalánasjóðsmálið setur trúverðugleika ríkisins í hættu

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Trúverðugleiki ríkisins er í hættu vegna Íbúðalánasjóðsmálsins ef ekki verða teknar réttar ákvarðanir til þess að leysa úr málinu og þeim hnút sem það er í. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanni og þingmanni Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga rifjaði upp þá valkosti sem Bjarni Benediktsson setti upp á fundi í liðinni viku og sagði vera þá kosti sem í boði væru.

„annað hvort að gera ekki neitt, eða reyna að semja við lífeyrissjóðina eða hreinlega keyra Íbúðalánasjóð í þrot og skella öllu saman á lífeyrissjóðina“

Inga segir málið of alvarlegt til þess að hægt sé að stilla því upp eins og Bjarni gerði

„þetta er miklu alvarlegra en svo að segja bara hér og nú að um sé þrennt að ræða í stöðunni, hver þekkir það ekki að ríkið baki sér skaðabótaábyrgð út af mjög mörgum málum sem hafa verið vanhugsuð og hefur verið vaðið í af löggjafanum, í þessu tilviki er um að ræða eins og Eyjólfur Ármannsson hefur bent ítrekað á að þarna er um að ræða trúverðugleika ríkisins sem sé í húfi, hvernig lítur Íslenska ríkið út ef það ætlar að svíkja það sem hingað til hefur verið talin einhver öruggasta og áhættuminnsta fjárfesting sem hægt er að fara í,“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila