Íhugar að stefna ráðherrunum persónulega – Þetta var þaulskipulögð aðgerð

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf íhugar nú og er að láta kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna Svandísi Svavarsdóttur og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur persónulega vegna framgöngu þeirra og framkomu í garð Hvals hf í hvalveiðimálinu. Matvælaráðuneytið neitar viðræðum um skaðabætur til Hvals hf. Þetta kom fram í máli Kristjáns Loftssonar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Geðþóttaákvarðanir

Kristján segir að honum finnist að þar sem um geðþóttaákvarðanir ráðherranna sé að ræða og þeirrar persónulegu skoðanir hafi ráðið því í öðru tilvikinu að hvalveiðar voru bannaðar og í hinu tilviknu að leyfi hafi verið gefið út svo seint að ekki væri hægt að nýta það. Þá eigi ráðherrarnir að bera ábyrgð á málinu persónulega að hans mati.

Almenningur á ekki að bera ábyrgð á lögbrotum ráðherra

Hann segir það ósanngjarnt að ráðherrarnir hafi leyft sér að fara fram með þeim hætti sem þeir gerðu og ætlist svo til þess að almenningur í landinu beri skaðann af því.

Ætluðu að ganga frá fyrirtækinu dauðu

Hann bendir á að þessi framganga sýni einbeittann vilja til þess að ganga af fyrirtækinu dauðu og þetta hafi í raun verið þaulskipulögð aðgerð. Kristján segir að hann hafi leitast til ríkislögmann að hefja viðræður um bótagreiðslur vegna málsins. Ferlið sé þannig að ríkislögmaður þurfi að leita til þess ráðuneytis sem í hlut á og ráðuneytið taki síðan afstöðu til málsins. Niðurstaðan var að ósk Hvals hf um viðræður um bætur hafi alfarið verið hafnað og segir Kristján að líklega sé það vegna þess að ráðuneytið hafi neitað því við ríkislögmann að ræða við fyrirtækið um bætur.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila