Ingó veðurguð heldur tónleika í Bæjarbíói á föstudagskvöld

Tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð ætlar að halda tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á morgun föstudagskvöld kl.20:00. Á tónleikunum ætlar Ingó að spila öll sín bestu lög og ætlar að hafa þann háttinn á að spila þau í upprunalegri útgáfu eins og þau voru samin. Í síðdegisútvarpinu á miðvikudag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Ingó þar sem hann sagði meðal annars frá tónleikunum.

Ingó segir að eftir tímabil í hans lífi þar sem hann mætti miklum mótbyr hafi hann ákveðið að fara að gera eitthvað skemmtilegt og jákvætt og hafi haldið áfram á þeim vegi og gert það sem honum finnst skemmtilegast að gera, það er að skemmta fólki og gleðja með góðri tónlist.

„einmitt þess vegna ætla ég að halda þessa tónleika og fólk getur enn keypt miða á tix.is svo það komi fram en tónleikarnir verða í anda sjónvarpsþáttarins sem ég var með sem hétu Í kvöld er gigg, fólk fær svolítið að taka þátt og vera hluti af tónleikunum og við munum leyfa okkur að spila stuttar útgáfur af þekktum lögum frá ýmsum tímum, ég hvet því alla til að koma á föstudaginn“segir Ingó.

Eins og margir tónlistarmenn hefur Ingó tekið þátt í söngvakeppni sjónvarpsins en um árið flutti hann lagið Undir regnbogann sem reyndar var ekki valið sem framlag Íslands það árið en hafnaði í öðru sæti og enn hefur hann ekki stigið á stóra sviðið í Eurovision. Ingó segir að Eurovision heilli hann ekkert sérstaklega og hann hafi lítið fylgst með kepnninni sem hann segir að sé fyrst og fremst sé kerfiskeppni og það vanti karkakter í mörg atriðin.

„í undankeppninni er alltaf verið að sigta úr af einhverri hápólitískri nefnd dómara í stað þess að birta öll lögin sem kæmust og svo gæti almenningur valið til dæmis tíu af þeim sem þeim fyndist vera best og þau lög myndu svo keppa í undankeppninni.“

Hann hafi þó verið ánægður með Diljá og hún sé mjög flott söngkona, hún hafi staðið sig virkilega vel og hann hafi ekkert nema gott um hana og lagið hennar að segja.

Kauptu miða með því að smella hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila