Innflytjendastefna ESB gjörsamlega misheppnuð

Metfjölgun ólöglegra innflytjenda til Austurríkis fær afleiðingar til dæmis fyrir vonir Búlgaríu og Rúmeníu um að verða hluti af landamæralausu Schengen-svæði ESB. Í heimsókn til nágrannalandsins Króatíu benti Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, á vanhæfni Búlgaríu og Rúmeníu við að hefta ólöglegan innflutning og skrá farandfólk sem fer yfir landamærin.

Að sögn Nehammer hafa 100.000 ólöglegir innflytjendur sótt um hæli í Austurríki á þessu ári, þar af voru 75.000 ekki skráðir í neinu ESB-landi. Hann sagði að Króatía hefði uppfyllt skilyrðin, vegna þess að yfirvöld þar hefðu getað ákvarðað frá hvaða löndum farandverkamennirnir komu, en Rúmenía og Búlgaría ættu í vandræðum með landamæragæslu. Kanslari Austurríkis sagði á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með forsætisráðherra Króatíu Andrej Plenković:

„Þegar við tölum um stækkun Schengen-svæðisins og gagnrýnum áform framkvæmdastjórnar ESB um að gera það, þá verðum við að taka tillit til vandamálanna sem Austurríki stendur frammi fyrir.“

Misheppnuð innflytjendastefna ESB

Kanslarinn lagði áherslu á, að Austurríki verður að taka tillit til þeirra leiða, sem flestir farandverkamenn nota til að komast til landsins og þar af leiðandi mun ríkisstjórnin í Vín greiða mismunandi um aðild hvers umsóknarríkis að Schengen. Nehammer hefur verið gagnrýninn á nágrannalöndin og einnig ESB og sagði í nóvember að „flóttamannastefna ESB hafi mistekist.“ Hann hefur einnig sagt:

„Schengen er skynsamlegt – ef ytri landamæri ESB eru svo vel varin, að engin vandamál eru innan svæðisins“.

Ungverjaland, Austurríki og Serbía tak málin í eigin hendur

Nýlega stofnuðu Ungverjaland, Austurríki og Serbía sameiginlega gæslu landamæra landanna til að takast á við strauma farandfólks.

Þann 8. desember munu innanríkisráðherrar ESB hittast í Brussel til að taka ákvörðun um aðild Króatíu, Rúmeníu og Búlgaríu að Schengen. Framkvæmdastjórn ESB og ESB-þingið hafa áður stutt inngöngu Króatíu.

Deila