Ísland á ekki að fjármagna vopnakaup til Úkraínu

Það er galið að senda 16 milljarða til þess að bæta ofan á vopnaskakið í Úkraínu. Ísland er vopnlaus þjóð og vopn leysa engan vanda í Úkraínu. Ísland ætti fyrst og fremst að einbeita sér að því að senda hjálpargögn á svæðið og aðra mannúrðaraðstoð. Utanríkisháðerrra hefur sýnt af sér hrokafull viðbrögð og alrangt hafi verið að senda sendiherra Rússalnds úr landi. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þórdís Kolbrún hrokafull

Hann segir greinarskrif Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra hrokafull og yfirlætisleg þar sem hún gerir lítið úr þeim áherslum Höllu Tómasdóttur verðandi forseta að Ísland ætti að senda frekar hjálpargögn á svæðið fremur en vopn. Þá hafi Diljá Mist formaður utanríkismálanefndar gengið ennþá lengra með því að segja áherslur Höllu vera aumingjaskap. Guðmundur segir þetta ansi kaldar kveðjur frá Þórdísi og Diljá til verðandi forseta.

Halla Tómasdóttir hitti naglann á höfuð

Guðmundur Árni segir að hann sé sammála Höllu Tómasdóttur í því að við eigum að veita þá hjálp sem við kunnum og getum og Íslendinga kunni sannarlega að veita mannúðarhjálp. Aðspurður um hvort hann telji að Halla hafi ekki einmitt sagt það sem býr í brjósti þjóðarinnar segir Guðmundur að hann telji svo sannarlega vera.

Mjög slæmt að senda sendiherra Rússlands heim

Guðmundur Árni segir Þórdísi Kolbrúnu og hennar verk ekki vera neitt til að státa sig af enda hafi hún meðal annars sent sendiherra Rússalands heim og lokað sendiráðinu einmitt á tímum þar sem nauðsynlegt er að hafa slíkt opið því þannig geti þjóðrnar átt samtal. Það verði ekki með ögrunum, vopnasendingum og yfirlæti. Hann bendir á að Ísland og Rússland hafi í áratugi átt gott og farsælt viðskiptasamband og það sé rétt að menn sýni framsýni þegar kemur að samskiptum sínum við Rússlands enda renni sá dagur upp að átökunum ljúki og þá sé slæmt að vera á þeim stað að búið sé að eyðileggja samskipti þjóðanna tveggja.

Hlusta má á ítarlegri umræður í þættinum í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila