Ísland með áhrif á friðarumleitanir með formann öryggis og stjórnmálanefnd ÖSE

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið kjörinn formaður öryggis og stjórnmálanefndar ÖSE fyrstur Íslendinga og segir Birgir þetta vera mjög mikinn heiður. Það þýði að Ísland geti haft mikil áhrif á friðarumleitanir í heiminum þegar það er komið með formann í þessa stöðu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Fékk ekki mótframboð

Birgir segir ekki hlaupið að því að komast að sem formaður í nefndinni því fyrst þurfi menn að leggja fram greinargerð um störf sín á alþjóðavettvangi sem og hafa reynslu á þeim vettvangi. Það hefur Birgir en hann hefur meðal annars verið ötull að kynna sér báðar hliðar í stríðsdeilum, hvort sem um er að ræða Palestínudeiluna sem og stríðið í Úkraínu auk fjölmargra annara fleiri verkefna. Þegar Birgir hafði skilað inn gögnum kom á daginn að ekkert mótframboð hafi borist svo hann var kjörinn í embættið.

Birgir ákveður stýrir dagskrá funda

Birgir segir að formennska hans muni hafa þau áhrif að Ísland mun hafa mun meira vægi í umræðunni þegar kemur að umræðu um friðar og öryggismál innan ÖSE. Hann muni sem formaður meðal annars ákveða fundi í nefndinni, setja þar saman dagskrá og rita ályktun funda ásamt ritara. Síðan fari ályktanirnar í gegnum ákveðið ferli og lagðar fram breytingartillögur ef með þarf og þær síðan birtar.

Getur lagt áherslu á að Úkraína og Rússar semji um frið

Þá hafi Birgir sem formaður nefndarinnar mikið um það að segja hvað sé sett inn í slíka áætlun og nefnir Birgir í því sambandi að hann gæti til dæmis ítrekað mikilvægi þess að fá Rússa og Úkraínumenn að samingarborðinu til þess að ræða um frið.

Hlusta má á ítarlegri umræður um hlutverk formanns öryggis og stjórnmálanefndar ÖSE í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila