Ísland sem aðildarríki í NATO hefur engar formlegar skyldur gagnvart Úkraínu

Ísland, sem eitt af aðildarríkjum NATO hefur engar formlegar skyldur gagnvart Úkraínu enda sé Úkraína ekki í NATO. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólanna á Akureyri í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Hilmar rifjar upp að Ísland hafi gengið í NATO árið 1949 á þeim grundvelli að landið væri herlaust og vopnlaust og svo er enn. Í máli Hilmars kom fram að hann var formaður svokallaðrar Bosnínefndar á vegum ríkisstjórnarinnar 1995 til 1999 og framlag Íslands var að hjálpa 1000 Bosníumönnum með stoðtæki, mest ungt fólk sem hafði misst fætur. Þetta var mannúðaraðstoð enda er Ísland herlaust og framleiðir engin vopn.

Unglingsstúlkur þjálfaðar beint á vígvöllinn

Hilmar segir að kannski finnist íslenskum stjórnvöldum hallærislegt að veita slíka aðstoð í samanburði við skotvopnakaup og þjálfun unglingsstúlkna beint á vígvöllinn sem þau ákváðu að styðja. Ísland á að mati Hilmars að styðja borgarahluta/mannúðarhluta NATO. Skortur á mannafla er sennilega orðið meira vandamál í Úkraínu en skorður á vopnum, þó hann sé líka til staðar. Þannig kæmi mannúðaraðstoð ekki að minna gangi í Úkraínu en vopnakaup fyrir landið í gegnum þriðja aðila, í þessu tilviki Tékklands. Búnaður til að koma unglingsstúlkum á vígvöllinn virðist vera sérstakt áhugamál ríkisstjórnarinnar.

Ísland herlaust land og framleiðir ekki vopn

Segir Hilmar Ísland ekki hafa neinum formlegum skyldum að gegna gagnvart Úkraínu eins og fyrr segir. Ísland hafi aftur á móti, eins og mörg önnur NATO ríki, ákveðið að aðstoða Úkraínu á ýmsan hátt í þessu stríði. Þar sem íslensk stjórnvöld hafa stutt málstað Úkraínu eru þau ekki hlutlaus í málinu, en það breytir því ekki að Ísland er herlaust land og framleiðir ekki vopn.

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila