Ísland stjórnlaust í boði Vinstri grænna

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins

Ísland er stjórnlaust í boði Vinstri grænna sem virðast hreinlega vera sofandi við ríkisstjórnarborðið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Jón Baldvin segir stefnu Vinstri grænna eða að minnsta kosti framkvæmdin á stefnunni eiga lítið skylt við Vinstri og hvað þá nokkuð sem er grænt. Hann bendir á að þrátt fyrir loftslagsáherslur flokksins séu hér á götum eldsneytisfrekir risajeppar sem húsmæður nota til þess að skjótast út í búð til þess að kaupa mjólkurpott

„nú var ég að koma að nætulegi með flugi frá Spáni og þegar maður kemur út úr flugstöðinni er þar þvílíkt samansafn og heilu ferkílómetrarnir uppfullir af hálfgerðum skriðdrekum, það er að segja jeppum sem konur á Íslandi keyra um til þess að kaupa lítra af mjól eða fara með börnin á dagheimilið, ég hef hvergi séð eins bílasafn, eiga Vinstri grænir þá ekki bara að gera þessa bíla upptæka?“segir jón.

Þá segir Jón að hann verði lítið var við að Vinstri grænum verði nokkuð úr verki hvert sem litið sé.

„þeir styðja NATO og vilja her í landið aftur, þeir gera ekkert í húsnæðismálum, þeir eru ekki á því að fylgja eftir auðlindagjöldum fyrir þau forréttindi að fá nýtingarrétt á sjávarútvegsauðlindinni, hvað eru þau að gera? eru Vinstri grænir einhver saumaklúbbur? það er engin stjórn á landinu greinilega því það er enginn að stjórna neinu“

Vinstri grænir hvorki vinstri né grænir

Hann bendir á að Vinstri grænir séu ekki eins róttækur flokkur og þeir gefi sig út fyrir að vera.

„þeir gátu nú ekki hugsað sér að fara inn í jafnaðarflokk sem Samfylkingin átti að verða af því þeir töldu sig róttækari og vildu halda í sósíalismann en grundvallaratriðið í sósíaldemókratískri félagsmálapólitík er þjóðareign á auðlindum en þeir hafa alltaf verið á móti því, það er ekkert til vinstri og það er ekkert grænt í þessu“segir Jón.

Það á ekki að hleypa svona fólki í ríkisstjórn

Jón segir Þjóðgarðsmálið vera dæmi um þá sérkennilegu pólitík sem flokkurinn ástundi.

„ef það ætti að gera Ísland að einum þjóðgarði og það væri upplýst að þar væru virkjanakostir fyrir hreina orku, vatnsföll og jarðvarma, hvers konar slys væri þá það ef að búið væri að gera landið allt að einum þjóðgarði og það mætti ekki virkja, ef að það er stefna Vinstri grænna þá eru þeir ekki stjórnarhæfir og það á ekki að hleypa svona fólki inn í ríkisstjórn ef það hefur ekk snefil af raunsæi eða lausnarmiðaðar lausnir fram í tímann þá geta þeir bara verið í sínum saumaklúbbi í úthverfunum“

Engir sósíaldemókratískir flokkar til á Íslandi

Jón segir engan raunverulegan sósíaldemókratískan flokk vera til á Íslandi og bendir á að slíkir flokkar byggi á því að vera ráðandi í verkalýðshreyfingum því þar sé aflið og valdið sem þeir eigi að baki sér en fjármagnið sé hægri flokkanna. Hann segir að það sem skorti séu flokkar sem stundi raunverulega pólitík.

“ fjölgun smáflokka út á hópa til dæmis í tengslum við kynferði, kvenflokkar og karlaflokkar, normalflokkar eða hommaflokkar, drusluflokkar eða menntamannaflokkar er auðvitað glötuð pólitík sem er ekki um neitt, pólitík er nefnilega um völd og flokkur verður að hafa ekki bara bros heldur einnig hnefa og afl, krataflokkur á að vera afl verkalýðshreyfingar sem gætir almannahagsmuna gegn sérhagsmunum, sameiniði þessa flokka og bjóðið okkur upp á almennilega pólitík“ segir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila