Íslenska stjórnkerfið er sjálfstætt vandamál

Styrmir Gunnarsson.

Íslenska stjórnkerfið er sjálfstætt vandamál í samfélaginu og meðvirkni stjórnmálamanna með stjórnkerfinu sem hefur orsakað að embættismannakerfið er hætt að að þjóna þjóðinni eins og því er ætlað að gera, heldur sé það fyrst og fremst farið að hugsa um eigin hagsmuni. Þetta var meðal þess sem fram kom í  máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Styrmir segir að vegna meðvirkni stjórnmálaflokka með kerfinu birtist meðal annars í því að þeir fara ekki eftir eigin stefnu og vinni þess í stað að hagsmunum embættismannakerfisins “ og meðvirkni embættismannakerfisins gagnvart erlendu valdi er mjög mikið, og hefur alltaf verið mikið“,segir Styrmir. Styrmir bendir á að í orkupakkamálinu þar sem slík meðvirkni sé ríkjandi sé verið að afhenda erlendu valdi yfirráð yfir auðlind “ þetta er rétt eins og að erlendu valdi yrði veitt yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni, þetta er ekkert öðruvísi„,segir Styrmir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila