Ísrael: Bandaríkin eiga ekki að skipta sér af stjórnmálum hjá okkur

Ísraelsmenn ætla ekki að hlýða því, sem Bandaríkin eða önnur ríki segja um harðlega gagnrýndar lagaumbætur ísraelskra stjórnvalda, sem hafa leitt til fjöldamótmæla í landinu. Ísrael er „fullvalda ríki“ sem tekur ekki ákvarðanir, sem byggjast á afstöðu erlendra afla, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi fyrirhugaðar umbætur Ísraela á réttarkerfinu, sem gagnrýnendur segja að muni breyta Ísrael í „einræðis guðveldi“ þar sem þingið getur sniðgengið hæstarétt og erfiðara verður að koma leiðtogum landsins frá völdum. Biden sagði:

„Þeir geta ekki haldið áfram á þessari braut og ég hef gert þeim það ljóst.“

Ísrael fært um að taka eigin ákvarðanir

„Ég hef þekkt Biden forseta í meira en 40 ár og ég þakka langvarandi skuldbindingu hans við Ísrael. Bandalag Ísraels og Bandaríkjanna er óhagganlegt og sigrast alltaf a einstökum skoðanaágreiningi okkar á milli.“

Svar Ísraels lét ekki standa á sér: „Bandaríkin eiga ekki að blanda sér í það sem Ísrael er að gera.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, skrifar á Twitter:

„Stjórn mín er staðráðin í að efla lýðræðið með því að endurheimta rétt jafnvægi á milli þriggja greina stjórnarfarsins, sem við leitumst við að ná með víðtækri samstöðu. Ísrael er fullvalda ríki sem tekur ákvarðanir sínar byggðar á vilja þjóðarinnar en ekki á grundvelli þrýstings erlendis frá, á meðal bestu vina okkar.“

Í leynilegri upptöku frá 2001 má heyra Netanyahu segja: „Ég veit hvað Ameríka er. Ameríku er hægt að flytja mjög auðveldlega. Flytja í rétta átt.“

Að sögn Huffpost, stærði hann sig einnig af því að hafa „haft áhrif á Bandaríkin í áframhaldandi friðarferli“ eins og blaðið orðar það. Í ísraelska dagblaðinu Haaretz mátti í tilefni yfirlýsingarinnar lesa, að Netanyahu „haldi að hann hafi Washington í vasa sínum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila