Ítalía bannar gervikjöt sem búið er til á rannsóknarstofum

Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu t.v. og afgreiðslukona í kjötvörubúð til hægri (mynd skjáskot Twitter/Tiomax CC 2.0).

Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu lofaði því í kosningabaráttunni að vernda ítalska matvælaiðnaðinn og hún stendur við gefin loforð. Fyrir utan að banna mulin skordýr í pítsu og pasta eins og Brusselbúrókratarnir vilja neyða ofan í fólk, þá hefur ríkisstjórn Ítalíu núna samþykkt frumvarp um bann við framleiðslu, sölu og notkun á matvælum og fóðri, sem ræktað er á rannsóknarstofum.

Frumvarpið var samþykkt af ítölskum stjórnvöldum á þriðjudagskvöld og bannar matvælaiðnaðinum að framleiða matvæli eða fóður úr „frumuræktun eða vefjum úr hryggdýrum.“ Hver sá sem brýtur gegn banninu getur neyðst til að greiða sektir allt að 9 milljónum ísl. kr. og að starfsemi viðkomandi verði lokað og réttindi til opinberra styrkja verði afnumin í allt að þrjú ár.

84% Ítala eru andsnúnir matvælum búnum til á tilraunastofum

Landbúnaðarráðherra Ítalíu, Francesco Lollobrigida, telur tilraunaræktuð matvæli ógna hefðbundnum tengslum landbúnaðarins og matvælaframleiðslu og hún hefur fólkið með sér – 84% Ítala eru á móti matvælum sem búin eru til á rannsóknarstofum. Lollobrigida segir:

„Við teljum ekki, að rannsóknarstofumatvæli tryggi gæði og vellíðan né verndi menningu okkar eða hefðir.“

Íslendingar ættu að fylgja fordæmi Ítalíu og banna sölu á gervikjöti á Íslandi

Ítalía bannar mulin skordýr í matvæli svo orðstír ítalska eldhússins verði ekki eyðilagt og matvæli sem innihalda skordýraduft verða auðkenndar með viðvörun svo neytandinn geti sniðgengið óhugnaðinn eins og t.d. Ungverjaland hefur nýlega ákveðið.

Deila