Ítalía herðir lög gegn ólöglegum innflytjendum

Ríkisstjórnin á Ítalíu ætlar að herða löggjöf til að takast á við ólöglega innflytjendur. Ákvörðun sem getur haft mikil áhrif á innflytjendur til annarra landa í Evrópu, þar á meðal Svíþjóð. Meðal annars á að vera hægt að dæma mannsmyglara í allt að 30 ára fangelsi.

Þann 26. febrúar drukknuðu 72 flóttamenn á ströndinni fyrir utan ítalska smábæinn Cutro í Kalabríu. Giorgia Meloni forsætisráðherra heimsótti borgina á fimmtudaginn þar sem hún hélt blaðamannafund um nýjar aðgerðir stjórnvalda gegn mannsmygli yfir Miðjarðarhafið. Að sögn Magyar Hirlap sagði Meloni:

„Ef einhver heldur að harmleikurinn 26. febrúar haldi aftur af ríkisstjórninni frá því að fylgja stefnu sinni í innflytjendamálum, þá hefur hann því miður rangt fyrir sér. Við höldum áfram á þeirri braut sem við höfum markað, sem sannar að við fylgjum ábyrgri stefnu og brjótum þrælahald á bak aftur sem glæpasamtök fólkssmyglara stunda.“

Allt að 30 ára fangelsi fyrir að valda dauða ólöglegra innflytjenda

Að sögn ríkisstjórnarinnar á að dæma smyglara sem flytja ólöglega innflytjendur í 5 – 16 ára fangelsi og sekta um 15.000 evrur fyrir hvern innflytjenda. Ef ólöglegir innflytjendur verða fyrir líkamstjóni á sjó eða landi eiga smyglararnir yfir höfði sér 10 -20 ára fangelsi og ef smyglararnir valda dauða manns eiga þeir yfir höfði sér 15 – 20 ára dóm. Ef fleiri en einn flóttamaður deyja á sama tíma hækkar refsingin í 20 – 30 ára fangelsi. Í lagapakkanum eru einnig hertar reglur á öðrum sviðum til að draga úr fólksinnflutningum m.a. þeirra sem koma í leit að atvinnu.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila