Site icon Útvarp Saga

Ítalía neitaði að taka á móti flóttamannaskipi sem fór til Frakklands í staðinn – Frakkar hóta „afleiðingum“

Ítalir voru orðnir þreyttir á loforði Frakka um að taka við flóttamönnum frá þeim og neituðu núna að hleypa flóttafólki í land frá skipinu Ocean Viking. Skipið sigldi til Frakklands sem tók á móti flóttamönnunum. Frönsk yfirvöld taka tilbaka fyrri loforð um að taka við flóttamönnum frá Ítalíu, ætla að herða landamæraeftirlit við Ítalíu og hóta „afleiðingum innan ESB.“ Myndin ofan sýnir flóttamannaskipið Ocean Viking og til hægri er innanríkisráðherra Frakka Gerald Darmanin (skjáskot samfélagsmiðlar).

Frakkar öskuillir að þurfa að taka á móti flóttamannaskipi sem ekki var tekið á móti á Ítalíu

Í síðustu viku tók Frakkland á móti flóttamannaskipi sem Ítalía hafnaði. Ítalir héldu því fram, að þeir hefðu þegar tekið á móti nógu mörgum flóttamönnum og að betri samning vanti um dreifingu þeirra innan ESB. Þetta reiddi Frakka og segja yfirvöld „að þetta muni hafa alvarlegar afleiðingar.“

Björgunarskipið Ocean Viking var á leið að landi í Ítalíu til að hleypa 234 farandfólki frá Líbanon í land. Nýr leiðtogi Ítalíu, Giorgia Meloni, stöðvaði hins skipið, sem neyddist til að snúa við og leitaði þess í stað Frakklands.

Frakkar tóku á móti skipinu, en innanríkisráðherra Frakklands, Gerald Darmanin, telur að farandverkamennirnir séu á ábyrgð Ítalíu og því hafi verið „óskiljanlegt“ að þeir samþykktu ekki að taka á móti skipinu og segir það muni hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir Ítalíu, segir í frétt Euro News. Darmanin varaði við:

„Það mun hafa afar alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna og Evrópusambandið. Frakkar munu gera ráðstafanir á næstu klukkustundum til að herða landamæraöryggið við Ítalíu.“

Hann bætti við að Frakkar störfuðu á grundvelli „mannúðarskyldu“ og einnig, að ákvörðun um að taka við flóttafólkinu væri tekin „í undantekningartilviki“ og að öllum, sem ekki uppfylltu skilyrði um hæli, yrði tafarlaust vísað úr landi.

Samkvæmt gildandi lögum á fólk, sem er bjargað „upp úr sjónum“ rétt á að leita hælis í næstu höfn, sem Darmanin sagði eiga við um Ítalíu. Vegna þessa tekur Ítalía á móti mörgu farandfólki sem leitar til landsins. Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir, að Ítalir tóku ekki á móti skipinu til að vekja ESB:

„Það vantar samkomulag byggt á íbúafjölda landa, sem ákveður hvert farandverkamenn með rétt á hæli, eru fluttir.“

Óskiljanlega hörð viðbrögð franskra yfirvalda

Á árinu komu um 88.000 hælisleitendur til Ítalíu og 164 þeirra voru vistaðir í öðrum ESB-löndum. Fyrirhugað hafði verið um nokkurt skeið að Frakkland tæki á móti um 3.500 flóttamönnum frá Ítalíu en því hefur verið frestað hvað eftir annað. Nú hafa frönsk stjórnvöld hins vegar ákveðið að hætta við þá ákvörðun, þar sem Ítalía tók ekki við flóttamannaskipinu með 234 manns innanborðs.

Meloni segir, að Ítalía geti ekki verið eina höfnin, þar sem flóttamenn koma. Hún lýsir viðbrögðum Frakka sem „hörðum og óskiljanlegum.“ Ítalski forsætisráðherrann segir:

„Ég fékk hörð viðbrögð frönsku ríkisstjórnarinnar sem frá mínu sjónarhorni eru óskiljanleg og óréttlát.“

Flóttafólkinu verður nú dreift á milli níu mismunandi landa og mun um þriðjungur dvelja í Frakklandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla