Ivar Arpi: Hvernig enduðum við hér? Hugvekja um ástandið í Svíþjóð

Ivar Arpi, þjóðkunnur blaðamaður í Svíþjóð birti þessa grein á facebook sama dag og Svíar kusu um nýja ríkisstjórn. Hann skrifar: „Svíþjóð á betra skilið en þessa ríkisstjórn. Síðustu átta ár hafa þýtt hækkandi raforkuverð, met í fólksflutningum, sívaxandi glæpastarfsemi, biðraðir í heilsugæsluna, undirmannaða lögreglu og veikar varnir. Þetta dugir ekki“ (mynd © Jesper Sandström CC 2.0).

Ivar Arpi er þjóðkunnur blaðamaður í Svíþjóð, fæddur og alinn upp í Majorna, Gautaborg. Hann hefur m.a. verið leiðarahöfundur Sænska Dagblaðsins og Göteborgs-Posten og hefur gefið út tvær bækur „Þannig urðum við öll að rasistum“ (Så blev vi alla rasister) og „Kynjakenningin“ (Genusdoktrinen). Hann sendir einnig frá sér umræðuþættina „Kjaftshögg frá hægri“ sem töldu 65 st í júlí í ár. Hann birti þessa grein á facebook síðu sinni sama dag og Svíar gengu til kosninga 11. september. Með fylgdi einnig myndbandið sem sjá má neðst á síðunni.


Hvernig enduðum við hér?

Hvernig gátum við lent á þessum stað? Ég vil ekki trúa því versta um fólk. En sú vanræksla, seinagangur og vanhæfni, sem ríkisstjórn okkar hefur sýnt í átta ár, er svo gróf, að það er erfitt að spyrja ekki: Er það svona sem sósíaldemókratarnir vill hafa hlutina?

Á öllum krossgötum hafa þeir sýnt lamandi getuleysi, viljaleysi að aðlagast nýjum aðstæðum. Hugmyndakort þeirra hefur ekki verið uppfært í takt við samfélagsþróunina. Þess vegna sitja þeir fastir, þegar aðgerða er þörf. Þess vegna skortir þá sköpunarkraftinn, sem þarf til að finna nýjar lausnir, því þeir eru andlega skildir eftir í Svíþjóð sem er ekki lengur til.

Og ástæðan fyrir því að Svíþjóð hefur breyst á svo ofsafengnum hraða er vegna stjórnmálamanna okkar – frá hægri til vinstri. Við hefðum getað verið annað land, líkara því sem við höfum verið, líkara nágrannalöndum okkar, með minna ofbeldi, glæpum og íslamisma, ef stjórnmálamenn okkar hefðu hlustað meira á kjósendur sína. Ef fólksinnflutningar hefðu verið takmarkaðir í tíma í stað þess að allar tilraunir til þess væru stimplaðar sem rasismi. Ef við hefðum sett upp eðlilegar kröfur til þeirra sem komu hingað, eins og að það þurfi að ná valdi á sænsku til að verða ríkisborgarar, til að geta unnið við umönnun gamla fólksins okkar. Ef við hefðum haft eðlilega framfærslukröfu til að koma með ættingjana hingað. Ef við hefðum haft refsingar sem kæmu glæpamönnum af götunni, ef við hefðum haft verkfærin til að fá þá dæmda.

Hver græðir á því að gera lífið verra fyrir okkur hér og nú?

Móderatar og Kristdemókratar hafa að minnsta kosti tekist á við þetta og viðurkennt að Svíþjóðardemókratar höfðu rétt fyrir sér varðandi innflytjendur. Í dag er mikil samstaða um þá hlið. Því er til valkostur, sem getur leitt landið fram á við, burt frá bílaeldum og glundroða, til atvinnu og reglu. Ég held líka að M-KD-SD-L bæti hvort annað vel upp. Allir fjórir hafa mismunandi styrkleika (og veikleika). Í tveggja flokka kerfi hefðu þeir verið eðlilegir flokksfélagar.

En auk þess sem jafnaðarmenn bera endanlega ábyrgð á þróuninni, ekki aðeins á síðustu átta árum heldur megnið af 20. öldinni og í byrjun þeirra 21., þá hafa þeir þurft að ná málamiðlum við þrjá aðra flokka með stefnu, sem gerir ástandið verra. Jafnvel þótt S hafi raunverulega meint það sem þeir sögðu, með öllum sínum bútasaum og tilraunum til þríhyrninga gegn hægri, þá munu þeir ekki geta innleitt þær umbætur sem þarf.

Miðflokkurinn vill frekar hafa opin landamæri og glundroða en skipulegan innflutning og reglu. Þeir hafa meiri áhuga á að koma fram sem góðir frjálshyggjumenn, kannski til að fá bónus í einhvers konar framhaldslífi, en að lifa í heiminum eins og hann er og gera það besta úr honum. Enginn flokkur er jafn fráhverfur veraldleikanum.

Nú fór ég kannski með ósannindi. Umhverfisflokkurinn skoðar okkur frá stöðu, sem er svo langt uppi í heiðhvolfinu, að þeir eiga auðveldara með að sjá ósonlagið en að Svíar eiga erfitt í dag að fá peningana til að duga fyrir bensíni á bílinn og hita og rafmagni fyrir heimilið. Þeir setja jarðgyðju sína, plánetuna, framar fólki af holdi og blóði. En hver græðir á því að gera lífið verra fyrir okkur hér og nú? Það er and-húmanískur flokkur, ekki flokkur umhverfis- og loftslagsmála. Við búum við loftslagskreppu í heiminum, sem við verðum að taka alvarlega, en Græningjaflokkurinn er því miður ekki hluti af lausninni. Vegna þeirra, og jafnaðarmanna, var arðbær kjarnorka lögð niður sem leiddi til raforkuverðsins í dag. Það hefur einnig leitt til þess að Karlshamnsstöðin þarf að vera í gangi jafnvel yfir sumarið og brenna 70.000 lítrum af olíu á klukkustund. Það er ekki loftslagssnjallt að vera bókstafstrúaður andstæðingur kjarnorku.

Það er skömm, að við þurfum að hugsa um, hvort börnin okkar eigi á hættu að verða skotin á leikvellinum, rænd á leiðinni í skólann eða fái nokkurn frið í skólanum

Og ef Vinstriflokkurinn væri bara kommúnistar hefði það verið nógu slæmt. Þess í stað hafa þeir blandað svo mikilli sjálfsímyndunarpólitík inn í blönduna, að þeir daðra við íslamista, loka augunum fyrir öllum vandamálum sem tengjast innflytjendamálum og skerða alltaf réttindi kvenna, ef þau eru í andstöðu við bókstafstrúar-íslam. Þeir geta ekki kallað spaða spaða lengur. Ef það hefði bara verið það, að þeir vildu afnema kapítalismann, þá hefði það allavega verið heiðarlegur vinstri valkostur, en Vinstri flokkurinn er miklu stærra eyðileggingarafl.

Þetta þríeyki – V, C og MP – eru rúmfélagar jafnaðarmanna. En þá skortir samstöðu um mikilvæg málefni. C og V hata hvort annað. Það eina sem sameinar þá, er vilji til að útiloka um fimmtung kjósenda frá áhrifum. Það er ekki alvarlegur valkostur, heldur fordæmanlegt neyðarbandalag.

En enginn í Evrópu hefur áhyggjur af því, að sænska lýðræði muni farast, ef Ulf Kristersson verður næsti forsætisráðherra okkar, burtséð frá því hversu mikið er varað fyrir því heima fyrir. Noregur, Danmörk og Finnland hafa haft raunverulegar hægri stjórnir undanfarin ár, án þess að lýðræðisríki þeirra hafi hrunið. Nei, það sem nágrannar okkar hafa áhyggjur af, eru skotárásir í Svíþjóð, alvarlegir glæpir og hömlulaust fólksinnflutningastefna. Þeir hafa áhyggjur af því ,að „sænska ástandið“ muni bara halda áfram að versna og að það breiðist út. Eins og í morðinu í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, sem sænskir ​​glæpamenn stóðu að baki. Og sænskir ​​glæpamenn fara til Spánar til að slaka á og fremja pöntuð morð. Þetta er þetta, sem veldur umheiminum áhyggjum, ekki hvort Svíþjóðardemókratar fái að mynda stjórnargrundvöll eða ekki.

Í dag kjósum við. Svíþjóð getur gert betur en það sem við sjáum. Á betra skilið. Það er skömm, að við þurfum að hugsa um, hvort börnin okkar eigi á hættu að verða skotin á leikvellinum, rænd á leiðinni í skólann eða fái nokkurn frið í skólanum vegna allrar óreiðu. Ég vona að í næstu kosningabaráttu verði hægt að taka á hlutum eins og heilbrigðismálum, skóla og umönnun. Ég vona að bráðum komi sá tími, að við þurfum ekki lengur að hugsa um glæpaklíkurnar, íslamismann og sívaxandi fólksinnflutning.

Í dag verður hægt að hefja vegferðina fram á við. Annars höldum við áfram spíralnum niður á við.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila