Jafnaðarmenn í fararbroddi fjöldaritskoðunar á Internet


Í næstu viku mun ráðherraráð ESB kynna afstöðu sína til reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar til að „koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misnotkun á börnum“ sem gengur undir nafninu „Chatcontrol 2.“ Reglugerð sem, þrátt fyrir yfirlýstan göfugan tilgang, inniheldur hluti sem hafa hlotið harða gagnrýni.

Frumvarpið felur í sér að gervigreind „Artificiell Intelligence“ AI, þarf að leita í öllum rafrænum skilaboðum einkaaðila á netinu og tilkynna um grunsamlegar myndir, textaskilaboð, samtöl og IP-símtöl til nýs ESB-yfirvalds í tengslum við lögregluna Europol.

Svíþjóð í lykilstöðu

Hörð gagnrýni hefur komið fram, um að tillagan brjóti í bága við grundvallarmannréttindi og að tæknin virki ekki. Auk þess heimilar núverandi löggjöf sjálfviljuga skönnun efnis á samfélagsmiðlum með núverandi tækni. Framkvæmdastjórnin vill þó gera þessa starfsemi lögboðna. Föstudaginn 22. september heldur ESB-nefnd sænska þingsins fund fyrir ráðherraráðsfund ESB. Svíþjóðardemókratar, Miðflokkurinn, Græningjaflokkurinn og Vinstriflokkurinn segja nei við Chatcontrol 2. Ríkisstjórnin vill hins vegar ekki taka afstöðu og jafnaðarmenn styðja ritskoðunartillögu framkvæmdastjórnarinnar. Ef Svíþjóð greiðir gegn tillögu ESB eða situr hjá í atkvæðagreiðslu ráðsins fer tillagan til baka til framkvæmdastjórnarinnar.

Sósíaldemókratar vilja koma á fjöldaeftirliti með öllum einstaklingum

Annika Strandhäll, fyrrverandi umhverfis- og loftslagsráðherra, skrifar í grein um málið og gagnrýnir sænsku ríkisstjórnina harðlega fyrir greiða ekki atkvæði með fjöldaeftirliti ESB með einstaklingum á Internet:

„Sterk öfl m.a. netfyrirtækja beita sér gegn tillögunni og dreifa röngum upplýsingum. Þýðir ný lína ríkisstjórnarinnar að þeir beygðu sig fyrir þessum öflum? Margt bendir til þess, að atkvæði Svía geti orðið lóð á vogarskálarnar þegar aðildarríkin greiða atkvæði um frumvarpið í ESB. Það er óskiljanlegt, að stjórnvöld víki fyrir því að vernda börn gegn aukinni kynferðislegri misnotkun á netinu. Ef stjórnvöldum er alvara með að standa vörð um réttindi barna, þurfa stjórnvöld að hugsa sig um. Við búum í stafrænum heimi og það verður að uppfæra löggjöfina til að vernda börnin gegn misnotkun. Það er sjálfsagt fyrir allar kvenmenn jafnaðarstefnunnar, að börnin ganga framar hagsmunum netfyrirtækjanna, við gerum ráð fyrir að stjórnvöld hlusti á gagnrýnina og endurskoði tillöguna.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila