James David Vance verður varaforsetaefni Donald Trump í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump tilkynnti um ákvörðun sína á landsþingi Repúblikanaflokksins nú fyrir stundu.
Vance fæddist 2. ágúst 1984 í Middletown, Ohio en hann er af skoskum-írskum ættum.
Vance sótti Middletown High School, opinbera menntaskólann í heimabæ sínum. Eftir útskrift skráði hann sig í bandaríska sjóherinn og starfaði þar sem herfréttaritari í Íraksstríðinu og starfaði fyrir almannatengsladeild 2. flugdeildar sjóhersins. Vance stundaði síðan nám við The Ohio State University og útskrifaðist árið 2009 með BA gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki. Á meðan hann var í Ohio State, vann hann meðal annars fyrir Bob Schuler, öldungadeildarþingmann repúblikana í Ohio.
Eftir útskrift frá Ohio State stundaði Vance nám við Yale Law School, þar sem hann var ritstjóri Yale Law Journal. Á fyrsta ári hans hvatti prófessor hans, Amy Chua, höfundur Battle Hymn of the Tiger Mother, hann til að skrifa ævisögu sína. Vance útskrifaðist frá Yale árið 2013 með doktorsgráðu í lögfræði.