Japan flokkar Covid sem inflúensu

Smásjármynd af SARS-CoV-2 veiru frá febrúar ár 2020. © Mynd NIAID

Japan lækkar stöðu sjúkdómsins Covid-19 í jafngildi árstíðabundinnar flensu, segir í frétt AP.

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti á föstudaginn, að næsta vor verði Covid fært niður í í sama flokk og jafngildir árstíðabundinni flensu.

Með því fær Covid-19 aðra réttarstöðu og takmörkunum og ráðstöfunum aflétt. Ætlun landsins er að komast aftur í eðlilegt horf. Kishida sagði samkvæmt AP:

„Til þess að komast aftur til baka í venjulegt daglegt líf okkar í Japan, samtímis og við gerum ráðstafanir til að aðlaga okkur að því að lifa með kórónuveirunni, þá munum við skoða beinar ráðstafanir til að taka smám saman næsta skref.“

Samkvæmt fréttastofunni myndi slík ákvörðun marka „mikil tímamót“ í Covid-stefnu Japans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila