Heimsfréttirnar: Ekki hægt að hengja sig í fangaklefa Epstein

Fangelsið þar sem Epstein eyddi síðustu ævidögunum.

Réttarmeinafræðingur sem rannsakar andlát milljarðaæringsins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein telur að ekki sé allt með felldu hvað varðar meinta dánarorsök Epstein og því þurfi lengri tíma til að rannsaka hvernig andlátið bar að. Fangi sem dvelur í sama fangelsi og Epstein sat í telur engar líkur séu á að Epstein hefði getað hengt sig í klefa sínum . Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsfréttirnar, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segir að aðstæður í fangaklefa Epstein vekja upp áleitnar spurningar

rúmið er úr stáli og kyrfilega fest við vegginn og áklæði á bekk sem er þarna er ekki hægt að nota til þess að hengja sig þar sem það molnar í sundur ef það er reynt að taka það af bekknum„,segir Guðmundur.

Ljóst er að fjölmargir valdamenn höfðu hagsmuni af því að upplýsingar sem Epstein bjó yfir kæmu ekki fram í dagsljósið, þar sem vitað er að hátt settir og þekktir einstaklingar voru meðal þeirra sem heimsóttu eyju í eigu Epstein þar sem misnotkun ungra stúlkna áttu sér stað. Þegar Epstein var hnepptur í varðhald hafnaði dómari að láta hann lausan gegn tryggingu, meðal annars á þeim forsendum að hætta væri á að reynt yrði að ráða hann af dögum.

það er of snemmt að segja til um nöfn í þessu sambandi en það hefur til dæmis komið fram að Bill Clinton hafði farið í 26 ferðir með þotunni sem Epstein hafði útbúið sem fljúgani hóruhús„,segir Guðmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila