
Hvers vegna fóru Rússland inn í Úkraínu í febrúar 2022? „Til að stöðva Nató“ útskýrði Jens Stoltenberg aðalritari Nató sjálfur í ræðu á ESB-þinginu.
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu eiginlega? Snýst þetta um rússneska heimsvaldastefnu? Ætlar Rússland að hernema Finnland, Svíþjóð og restina af Evrópu? Í upphafi ágústmánaðar sögðu sænsk stjórnvöld, að Rússar vildu „takmarka stækkun NATO.“ Núna lýsir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, því yfir, að stríðið snúist um stækkun Nató, að það hafi verið það sem Rússar vildu koma í veg fyrir. Hann lýsti hvernig Rússar buðu Nató samning um að fara ekki inn í Úkraínu gegn því að Nató hætti við frekari stækkun í austurveg. Nató gat því hindrað Úkraínustríðið en valdi að etja Úkraínu í stríðið gegn Rússlandi í staðinn fyrir frið.
Nató hafnaði samningi sem hefði komið í veg fyrir innrás Rússa
Stoltenberg sagði á Evrópuþinginu 7. september:
„Það er sögulegt að Finnland er nú aðili að bandalaginu. Og við verðum að muna bakgrunninn. Forsaga þess var sú, að haustið 2021 lýsti Pútín forseti yfir og sendi í raun tillögu að sáttmála sem þeir vildu að Nató undirritaði með loforði að hætta frekari stækkun Nató. Það er það sem hann sendi okkur. Og það var forsenda þess að ráðast ekki inn í Úkraínu. Auðvitað skrifuðum við ekki undir það.“
Stoltenberg stoltur af stækkun Nató
Stoltenberg segir stoltur að hið gangstæða við vilja Pútíns hafi hins vegar gerst:
„Svo hann fór í stríð til að koma í veg fyrir Nató, meira af Nató nálægt landamærum sínum. Hann hefur uppskorið hið gagnstæða. Hann hefur fengið meiri viðveru Nató í austurhluta bandalagsins og hann hefur líka horft á, að Finnland hefur þegar gengið í bandalagið og Svíþjóð verður bráðum fullgildur aðili.“
Stækkun Nató hingað til verið útskýrt sem „rússneskur áróður“
Glenn Diesen, prófessor í stjórnmálahagfræði, skrifar í færslu á X (sjá að neðan):
„En… okkur var sagt í 18 mánuði af fjölmiðlaelítunni, að stríðið hefði ekkert með stækkun Nató að gera, að það væri „rússneskur áróður.“
Hér að neðan má heyra ræðu Stoltenberg og þar fyrir neðan er tíst Glenn Diesen: