Site icon Útvarp Saga

Jimmie Åkesson: Við verðum mun harðari en Danmörk

Jimmy lofar hertum tökum í innflytjendamálunum í Svíþjóð.

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segir í viðtali við The Telegraph, að Svíþjóð muni setja harðari reglur í innflytjendamálum en grannlandið Danmörk. „Málin voru svipuð í Danmörku og Svíþjóð og síðan breyttist allt á einni nóttu og það mun einnig gerast í Svíþjóð“ segir Jimmy. The Telegraph segir samtalið vera eitt af „sjaldgæfum viðtölum sem Jimmy Åkesson veitir aljóðlegum fjölmiðlum.“

Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörk hefur hafið heimsendingar Sýrlendinga sem fyrsta land Evrópusambandsins. Danmörk ætlar að opna flóttamannabúðir í Afríku og senda þangað fólk sem sækir um hæli í Danmörku. Leiðtogi Svíþjóðardemókrata segir í viðtalinu:

„Við þurfum enn harðari stefnu í Svíþjóð, þar sem við höfum langtum viðameiri vandamál. Ég held ekki að það dugi að bara minnka innflutninginn að danskri stærð, við verðum að ganga mun lengra.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla