Joe Biden dregur framboð sitt til baka

Joe Biden er hættur við að gefa kost á sér til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Frá þessu greinir Biden í færslu á samskiptamiðlinum X sem áður var Twitter.

Í færslunni segir Biden að þó ætlun hans hafi verið að ætla sækjast eftir endurkjöri telji hann betra í þágu demókrataflokksins sem og landsins að hann stigi til hliðar.

„Það hefur verið mesti heiður lífs míns að þjóna ykkur sem forseti. Og þó að það hafi verið áform mitt að sækja um endurkjör, trúi ég að það sé í þágu flokks míns og landsins að ég stígi til hliðar og einbeiti mér alfarið að því að uppfylla skyldur mínar sem forseti það sem eftir er kjörtímabils míns.“ segir Biden í færslunni.

Þá þakkar hann Kamillu Harris fyrir samstafið sem og þjóðinni fyrir traustið sem honum hafi verið sýnt.

Biden segir að hann ætli seinna í vikunni að útskýra ákvörðun sína frekar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila