Jóhann Páll: Hrossakaupin hjá stjórnarflokkunum á þingi

Það virðist sem gerðir hafi verið samningar á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um að Sjálfstæðisflokkurinn fái í gegn breytingar á útlendingalögum og í staðinn fái Vinstri grænir að koma í gegn frumvarpi um stofnun Mannréttindastofnunar. Óljóst hverju Framsóknarflokkurinn nær að koma í gegn en hækkun listamannalauna og sóttvarnarfrumvarpið bíða afgreiðslu þingsins. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Páll Jóhannsson þingmann Samfylkingarinnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Varhugavert framsal á valdi til Mannréttindastofnunar

Jóhann Páll segir að hann telji stofnun Mannréttindastofnunar mikilvæga sem eigi meðal annars að standa vörð um réttindi fatlaðra og hún starfi í raun á svipuðum grunni og Umboðsmaður Alþingis og aðrar sambærilegar stofnanir sem ekki hafi valdheimildir. Arnþrúður benti á að frumvarpið bæri með sér að margt fleira væri fyrirhugað samkvæmt frumvarpinu sem væri varhugavert framsal á valdi til Mannréttindastofu. Það væri falið á bak við málefni fatlaðs fólks.

Því er réttindagæsla fatlaðs fólks ekki í lagi nú þegar

Aðspurður um hvort ekki sé hægt að fara ódýrari leið en að búa til nýja stofnum með tilheyrandi kostnaði og ýmsum aukakostnaði sem hleðst oft utan við slíka stofnun segir Jóhann að meðal annars sé verið að færa réttindagæslu fatlaðra frá Félagsmálaráðuneytinu undir þessa nýju stofnun. Þá var Jóhann spurður hvers vegna réttindagæslan sé ekki í lagi hjá ráðuneytinu og hvort ekki væri einfaldlega hægt að lagfæra hana segir Jóhann að þetta snúist einnig um að framkvæmdavaldið sé ekki að hafa eftirlit með sjálfu sér eins og það sé nú með réttindagæslu fatlaðra.

Eftirlitsstofnanir eiga að heyra undir löggjafarvaldið

Hann segir að það sé sín skoðun að það sé mun betra að eftirlitsstofnanir sem þessar heyri undir löggjafarvaldið frekar en framkvæmdavaldið og til að mynda ætti eftirlit með störfum lögreglu til dæmis að heyra undir löggjafarvaldið.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila