John Kirby, fulltrúi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna: Við munum undir engum kringumstæðum samþykkja vopnahlé í Úkraínu í dag

Fv. flotaforingi, John Kirby, samskiptafulltrúi þjóðaröryggisráðsins „National Security Council,“ NSC, var í viðtali hjá Fox News til að ræða vaxandi samstarf Kína og Rússlands. Kirby ræddi um fyrirhugaða heimsókn Xi Jinping aðalritara kommúnistaflokksins til Moskvu á mánudag í þriggja daga ríkisheimsókn. Ríkin tvö munu ræða stríðið í Úkraínu, hvernig efla megi tengsl ríkjanna og vaxandi neyðarástand í heiminum.

Búist er við að leiðtogarnir tveir lýsi yfir samstöðu gegn ofurveldi vesturvelda. Í fréttum frá Moskvu í gær opnaði Pútín á friðarumræður með vísun til 12 punkta friðaráætlunar Kína í því sambandi. Í viðtalinu við Fox fullyrti Kirby, að Bandaríkjastjórn myndi undir engum kringumstæðum fallast á vopnahlé í Úkraínu í dag:

„Það sem við höfum sagt áður og við segjum það enn á ný í dag, að verði það, sem kemur út af þessum fundi þeirra (XiJinping ohg Pútín), einhvers konar ákall um vopnahlé, þá er það bara algjörlega óviðunandi.“

„Vegna þess, að allt sem verður gert með því (vopnahléi), er að staðfesta landvinninga Rússlands hingað til. Það eina sem vopnahlé gerir er að gefa Pútín meiri tíma til að endurbæta, endurþjálfa og skipuleggja endurnýjaðar sóknir, þegar hentar honum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila