Jón Baldvin: Ísland hefur skýlausan höfnunarrétt gagnvart EES

Ísland hefur skýlausan höfnunarrétt gagnvart innleiðingu reglugerða innri markaðar EES að því skilyrði uppfylltu að geta rökstutt að viðkomandi reglugerð samrýmist ekki þjóðarhagsmunum Íslands. Íslendingar hefðu vel getað hafnað orkupökkunum þremur á þessari forsendu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu.

Við gerð EES samningsins var ekki gert ráð fyrir orkupökkum eða sameiginlegum orkumarkaði

Jón segir að fyrir það fyrsta væri það svo að Ísland hefði ekkert með orkupakkana að gera yfirleitt enda sé Ísland ekki hluti af sameiginlegum orkumarkaði í Evrópu. Jón segir að þegar EES samningurinn var undirritaður á sínum tíma hafi orkumálin ekki verið á dagskrá og ekkert rætt um sameiginlegan orkumarkað Evrópu enda hafi hann á þeim tíma ekki verið til. Því hafi eðlilega ekkert verið samið um orkumál þegar EES samningurinn var til umfjöllunar og afgreiðslu1989 til 1993. Með samþykkt orkupakka sé alveg ljóst að handan hornsins þá bíði aðilar sem vilji koma hér upp sæstreng.

Jón Baldvin segir að ekki þurfi annað en að líta á landakortið til þess að sjá að Ísland sé eyja með engin landfræðileg tengsl við meginland Evrópu. Þar að auki sé hér enginn sæstrengur til raforkuflutninga.

Angela Merkel gerði þýskaland háð gasframleiðslu Rússa

Jón Baldvin bendir á að Evrópa sé í orkukreppu og það sé meðal annars Angelu Merkel um að kenna því hún beri ábyrgð á því að Þýskaland hafi verið algerlega háð gasi frá Rússlandi. Merkel hafi bannaði starfsemi kjarnorkuvera í Þýskalandi og síðan hafi aðstæður skyndilega breyst þegar Rússland hóf stríð við Úkraínu sem ekki sér fyrir endann á og orkuverð í Evrópu hefur hækkað upp úr öllu valdi.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila