Jón Þór ætlar að segja nei við þriðja orkupakkanum

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ætlar að greiða atkvæði gegn samþykkt þriðja orkupakkans þegar álið kemur til atkvæðagreiðslu á þingi. Þetta kom fram í máli Jóns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón Þór segir að sú umræða um orkupakkann sem snýr að stjórnarskránni og hvort samþykkt hans brjóti gegn stjórnarskránni sé það sem móti afstöðu hans til málsins “ við sverjum eið að stjórnarskránni þegar við setjumst á þing og því er það alveg klárt í mínum huga að á meðan það er vafi hvað þetta varðar þá læt ég stjórnarskrána njóta vafans og segi því nei við að samþykkja þetta„. hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila