Jón Valur sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins

Pétur Gunnlaugsson lögmaður og Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Jón Valur Jensson guðfræðingur og bloggari var rétt í þessu sýknaður í Héraðsdómi Reykjavikur af ákæru um meinta hatursorðræðu en tilurð ákærunnar má rekja til kæru Samtakanna 78 sem kærðu það sem þau töldu vera hatursummæli á bloggsíðu Jóns gegn samkynhneigðum, sem nú hefur verið skorðið úr um að séu ekki hatursummæli. Fram kemur í dómnum að skrif Jóns bæri að meta út frá tilefni þeirra en skrifin sneri að fyrirhugaðri hinseginfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar, að mati dómsins væri ekkert í skrifum Jóns sem hægt væri að túlka sem brot gegn grein 233. a almennra hegningarlaga, auk þess sem ásetningur væri ósannaður. Pétur Gunnlaugsson var verjandi Jóns í málinu.Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vefsvæði Héraðsdóms Reykjavíkur en tengill á dóminn verður birtur hér í fréttinni síðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila