Jordan Peterson vill fá valkost við fasíska heimsendamartröð glóbalistanna

Sálfræðingurinn Jordan Peterson vakti athygli fyrir jakkafötin, sem voru eins og samsett úr rauðum og grænum jakkafötum. Hann boðar samstarf almennings til annarrar heimssýnar en heimsendis glóbalistanna (skjáskot Youtube).

Hinn viðkunnanlegi, þekkti, kanadíski sálfræðingur, Jordan Peterson, tilkynnir stofnun alþjóðlegs hóps sem myndi þjóna sem eins konar almennur valkostur við glóbalistastofnuninni World Economic Forum (WEF) og veita mótvægi gegn markmiðum glóbalista og frásögnum þeirra. Peterson setti fram áætlun sína í samtali við Joe Rogan og sagði honum að verið væri að undirbúa upphafsviðburð hópsins í október/nóvember 2023 í London.

Um 2.000 viðskipta- og menningaraðilum og stjórnmálamönnum verður boðið að taka þátt í hópnum, sagði hann og bætti við, að hann vilji að umræðurnar séu opnar almenningi og aðild að samtökunum verði sem víðtækust. Þátttakan yrði þá á svipuðum mælikvarða og á nýlegum fundi WEF í Davos í Sviss, þar sem um 2.700 alþjóðlegir leiðtogar, Wall Street stjórnendur, seðlabankamenn og frægt fólk kom saman.

Peterson sagði að samstarfið – sem enn hefur ekki fengið opinbert nafn – muni ganga út á að veita „valkostar framtíðarsýn … annan valkost en þá heimsendafrásögn sem sett er fram að minnsta kosti óbeint af samtökum eins og WEF.“

Ár „fjöldakreppunnar“

Gagnrýnendur halda því fram, að WEF noti hræðsluaðferðir og dragi upp skelfilega mynd af framtíðinni til að réttlæta fyrirhugaðar lausnir eins og „endurstillinguna miklu.“ Til dæmis, fyrir fund WEF á þessu ári, þá lýsti hópurinn 2023 yfir „ári fjöldakreppunnar“ og lagði fram lista umfangsmikilla kreppa með sterkri áherslu á meint neyðarástand loftslagsbreytinga, sem gagnrýnendur segja marklausa viðvörun.

The Great Reset, sem hefur verið tengt við hið umdeilda slagorð „þú munt ekki eiga neitt og þú munt vera hamingjusamur“ setur fram nálgun að ofan og niður til að stjórna ýmsum ógnum, sem fela í sér að knésetja verður kapítalismann til að dreifa ávinningnum jafnara og styrkja alþjóða innviði fjölþjóðlegra stofnana. Gagnrýnendur endurstillingarinnar miklu segja, að þetta sé tilraun alþjóðastofnana til að grafa undan fullveldi þjóða með miðstýringu valds og ákvarðanatöku á kostnað einstaklingsfrelsis og staðbundinna samfélaga.

Vantar valkost við heimsendafrásagnir WEF

Áhyggjur eru af því, að lausnirnar sem áætlunin leggur til feli í sér mikla efnahagslega íhlutun ríkisstjórna og félagsleg inngrip alþjóða elíta, sem vilja þröngva eigin gildum og viðhorfum á hefðbundið hugarfar íbúa. Sem valkost við það sem Jordan lýsir sem „heimsendafrásögnum“ WEF sagði Peterson, að hópurinn vilji í staðinn „setja fram sýn sem lokkar og er aðlaðandi.“

„Ímyndaðu þér að þú getir eignast þann heim sem þú vilt með engri af þessum malthúsísku dellutakmörkum á vexti.“

Kenning Mathusar um fæðuskort vegna fólksfjölgunar frá 1798

Malthúsíska takmörkunin á vexti er hugtak, sem byggir á þeirri hugmynd, að fólksfjölgun muni að lokum fara fram úr fæðuframboði og leiða til útbreiddrar hungursneyðar, sjúkdóma og dauða. Lykilgagnrýni á hugmyndina felur í sér, að hún er of einföld og geri ekki grein fyrir flóknu samspili matvælaframleiðslu, íbúafjölda og tækniframfara. Það er líka í ósamræmi við söguleg gögn, þar sem skelfilegar spár líkansins hafa ekki staðist þrátt fyrir vaxandi fjölda heimsbúa, þar sem matvælaframleiðslan hefur haldið í með tæknilegum framförum m.a. í landbúnaði. Peterson sagði:

„Við tökum okkur saman og allir geta fengið nóg – og kannski meira en nóg. Það eru engin takmörk fyrir þeirri gnægð sem náttúrulegi heimurinn getur framleitt.“

Helstu hugmyndir Petersons samstarfsins

Peterson taldi upp nokkrar helstu hugmyndir sem verða ræddar á fundinum í október/nóvember 2023, þar á meðal að efla orkuframleiðslu og dreifingu, vernda einstaklingsfrelsi gegn harðstjórn og vinna gegn lækkandi fæðingartíðni með stefnu í fjölskyldumálum. Hann ræddi m.a. fáránlega hátt orkuverð:

„Þú getur ekki bjargað jörðinni með því að gera orkuverð svo dýrt, að enginn fátækur hefur efni á því. Það er ekki á borðinu. Það á ekki að þröngva útópískri sýn sjálfselskunnar upp á fátækt fólk. Við ætlum að reyna að gera hina fátæku ríka — reyna að draga úr fátækt.“

Græni samningurinn býr til óáreiðanlega orku á okurverði

Sérfræðingar hafa gagnrýnt stefnur eins og Græna samninginn fyrir að knýja fram tæknilega barnalegar lausnir eftir fyrirmælum stjórnvalda og vegna peningastyrkja, sem gera orkuna óáreiðanlegri og dýrari, með óhófleg áhrif á fátækt fólk. Peterson sagði, að lykilumræðuefni samstarfsins verði, hvernig hægt sé að afla „orku og auðlinda með sem minnstum kostnaði, eins fljótt og auðið er, fyrir mestan fjölda fólks um allan heim.“

Annað er að skoða leiðir til að skapa stjórnarhætti í því skyni að „stöðva framgöngu þess sem líkist sjúklegum risa“ sem hann lýsir sem stórri, vaxandi blöndu fyrirtækja, stjórnvalda og fjölmiðla í eins konar „spilltu samráði.“ Peterson segir einnig, að rætt verði um að kanna „mannúðlega“ sýn á ráðsmennsku.

„Hvernig forgangsröðum við tilraunum okkar til að koma ríkjum okkar og alþjóðlegum samskiptum í réttan farveg, þannig að við setjum velferð mannsins í forgang á þann hátt sem er í samræmi við náttúruna að því marki sem unnt er, á sama tíma og við forðumst gildrur hinnar malthúsísku hugmynda, að það séu of margir munnar á jörðinni til að metta og að fólk sé vont, ef það hugsar um að eignast börn“.

Sporna gegn lækkandi fæðingartíðni og setja börnin í fyrirrúmið

Peterson segir að hópurinn muni kanna stefnu til að sporna gegn lækkandi fæðingartíðni með því að hvetja til staðfastra, tveggja foreldra fjölskyldna sem „setja börnin í fyrirrúmið.“

„Á Vesturlöndum – vegna þess að við erum mjög óþroskuð, þá teljum við, að tilgangur hjónabands sé hamingja fólksins sem tekur þátt í hjónabandinu, eiginmannsins og eiginkonunnar. Það er bara alls ekki tilgangur hjónabandsins. Tilgangurinn er langtímaaðstoð á sálrænum og andlegum þroska þeirra og til að skapa umhverfi sem er gagnlegt fyrir börn.“

Staðbundin, dreifð, ábyrgð í andstöðu við harðstjórn

Hann kom einnig inn á forgang frjálsrar samvinnu meðal meðlima félaga, frekar en þvingun að ofan.

„Ein frásögn er að vald stjórnar öllu. En þetta er ekki mjög góð frásögn. Þetta er mjög sjúkleg saga.“

Peterson heldur því fram, að það að taka ábyrgð á staðbundnum vettvangi, sé lykillinn að því að koma í veg fyrir uppgang harðstjórna. Hann segir það byggjast á þeirri hugmynd, að persónuleg ábyrgð er tekin í hverju skrefi fjölskyldunnar, samfélagsins, ríkisins og þjóðarinnar.

„Hugmyndin er að þú þurfir að búa til kerfi ábyrgðar, dreifðrar ábyrgðar, sem andstæðu við harðstjórn.“

Peterson lagði til, að staðbundin ábyrgð gæti verið fyrirmynd góðra stjórnarhátta. Hann sagði þessa hugmynd eiga rætur í vestrænni hefð og vera mótefni við þeirri hugmynd, að vald sé eini þátturinn sem ræður.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila